Jólaklukkur - 01.12.1958, Page 13

Jólaklukkur - 01.12.1958, Page 13
Eggert H. Kristjánsson: 7Æm (þjöll og 2aÚL tfítu)a ÞÆTTIR ÚR SUMARLEYFISFERÐ. unninn var upp laugardagurinn 12. júlí, á sumrinu 1958. — Reykjavík klæddist sínu fegursta sumarskrúða, sólin helti sínum heitu morgungeislum yfir bæ- inn. Klukkan var að verða níu þennan fagra morgun, svefnstúrnir ferðalangar sá- ust koma með pjönkur sínar bæði upp og niður Amtmannstíginn og stefna að húsi K.F.U.M. og K. Hugmyndin var, að þennan morgun skyldi lagt upp í tólf daga sumarleyfisferð um Norður- og Austurland. Sumarið áður hafði verið farin álíka ferð um þrjár sýslur vestanlands. Var þá fyrst skoðuð Barða- strandasýsla og farið alla leið á Látrabjarg; síðan var ekið um Dali og Snæfellsnes. Sú ferð hafði tekizt frábærlega vel í alla staði, enda hafði nú rúmur helmingur þess fólks, sem fór í þá för, skráð sig í þessa ferð, er nú skyldi farin. Það latti heldur engan fararinnar, að bif- reiðastjórinn, Hafsteinn Sölvason, og far- arnar til þess að þær bæru meiri ávöxt. Hér sá hann sauðfé koma heim úr haga, og ef til vill vantaði þá einn. Hér sá hann erni safnast yfir hræi. Hér sá hann hús byggt á sandi og varð vottur að hruni þess.“ Margt í kenningu Jesú skýrist, er vér rekjum spor hans í landinu helga. — Og þá ekki sízt í Nazaret, ættborg Jesú. JÓLAKLUKKUR arstjórinn, Bjarni Eyjólfsson, voru þeir sömu, en báðir stóðu þeir sig með prýði, enda þrautreyndir hvor á sínu sviði. Bifreiðin var einnig sú sama R-3723, eign Skógarmanna K.F.U.M., vandaður ,gripur og vel með farinn, þótt farin sé að eldast. Ekki tók það ýkjalangan tíma að koma farangrinum fyrir á þaki bifreiðarinnar, því að margar hendur vinna létt verk. Matur var allur hafður sameiginlegur fyrir allan hópinn. Þetta var sem sagt 32 manna fjöl- skylda að leggja í nær hálfsmánaðar ferða- lag um sumargrænar sveitir íslands. En vera má, að þeir sem erfitt eiga með að vera án aukabita í tíma og ótíma og lilýða hverri köllun magans, hafi haft með sér nokkra sviðakjamma til svölunar á langri ferð. Þá fannst stundum ilmandi hákarlslykt í bif- reiðinni, svo sem ekki er að undra, þar sem varla finnst betra magameðal nú á dög- um. Þá þykir ilmurinn af hákarlinum ekki afleitur, enda er talið, að jafnvel frægstu ilmvatnsbúðir Parísarborgar hafa ekki slíka ágætisilman á boðstólum. Um klukkan 10 var allt tilbúið til farar- innar. Hafsteinn settist í bifreiðastjórasætið, allir voru komnir í þau sæti, sem þeir höfðu valið sér. Rann bifreiðin síðan hægt af stað niður Amtmannsstíginn, og þar með var ferðin hafin. Þegar komið var upp í Mosfellssveitina, 11

x

Jólaklukkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.