Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 17
sinna Þangbrandi presti, þegar engir aðrir vildu við honum taka. Þegar Hallur hafði tekið kristna trú, var hann ásamt heimafólki sínu skírður í ánni. Síðan heitir hún Þvottá og bærinn sömuleiðis Enn mótar fyrir tjaldstæði Þangbrands í túnjaðrinum. Útsýni er þarna alls staðar fagurt yfir eyj- ar, hólma og sker; stærsta eyjan er Papey, sem er fjórar mílur frá ströndinni. Við nálg- uðumst nú Lónsheiði, sem þykir nokkuð erfið yfirferðar, en allt gekk þetta þó slysa- laust þrátt fyrir lasleika bifreiðarinnar. Verst var, að þoka mikil lagðist yfir og skyggði á allt útsýni; elti þokan okkur það, sem eftir var heiðarinnar. Til Hafnar í Hornafirði var komið kl. tvö um nóttina; er óhætt að segja, að mann- skapurinn hafi þá verið bæði syfjaður og þreyttur. Hornafjörður var takmark okk- ar í för þessari, og nú hugðumst við hvíla okkur þar einn dag. Fengum við ágætar, gamlar verbúðir til að dveljast í þar á staðn- um. — Daginn, sem við dvöldum þarna um kyrrt, skruppum við upp að rótum Hof- fellsjökuls, sem er skriðjökull úr Vatna- jökli. Hornafjörður er' blómleg og aðlað- andi sveit; fjallasýn er þar mikil og tignar- leg; setja skriðjöklarnir frá Vatnajökli þar einna mestan svip á. Um kvöldið var gert við bifreiðina; hafði nýr fjaðraklossi verið sendur með flugvél frá Reykjavík. Morguninn eftir kvöddum við þennan fagra stað og héldum sömu leið til baka; var komið við á Djúpavogi og þorpið skoðað. Síðan fórum við í einum áfanga að Arnhólsstöðum í Skriðdal. Bóndinn á Arn- hólsstöðum, Einar Pétursson, útvegaði okk ur félagsheimili þar á staðnum; greiddi Einar götu okkar af mikilli vinsemd og hjálpsemi; ekki fengum við hann til að taka við neinni greiðslu fyrir félagsheimilið, og ekki mátti hann heyra nefnt, að við borg- JÓI.AKLUKKUR Hólar í Hjaltadal. uðum honurn nokkra lítra af mjólk, sem hann lét okkur hafa. Næsta dag, sem var sunnudagur, höfðum við stutta guðsþjónustustund í fögrum hvammi skammt frá félagsheimilinu í blíð- skaparveðri. Frá Arnhólsstöðum héldum við til Egils- staða og yfir Lagarfljót, síðan niður með því og að Hengifossi. Við þurftum að ganga góðan spöl frá veginum og inn í gljúfrið, sem fossinn er í; fellur Hengifoss þar af efstu brún ofan í ketil einn, æði sérkenni- legan; hamraskálin er byggð upp af belt- um í ýmsum litum. Var síðan farið að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal; höfðum við næturstað í barnaskólanum þar. Daginn eftir fórum við að Mývatni; á leið- inni skoðuðum við brennisteinshverina í Námaskarði. Þegar að Mývatni kom, fór- um við í Dimmuborgir og skoðuðum þess- ar sérkennilegu hraundrangaborgir. Seint um kveldið var komið til Akureyrar. Morguninn eftir lögðum við leið okkar til Skagafjarðar, héldum við fyrst að sögu- frægasta stað héraðsins, Hólum í Hjaltadal. Bærinn stendur hátt, sléttar engjar hið neðra, en himingnæfandi hamrabrúnir fjallsins að ofan. Miklar byggingar með hvíta veggi og rauð þök í hágrænu, hall- andi túni, og hinn gnæfandi bakgrunnar 15

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.