Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Síða 7
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ l'ÓRS
7
;in þátttöku fjöldans. Á meðan fjöldinn af
meðlimum íþriktafélaganna telur sig félags-
bundna, ef þeir aðeins mæta tii þess að
skemmta sér á árshátíðum félaganna, er
ekki von á góðu. í Reykjavík, þar sem í-
þróttirnar eru komnar iengst hér á landi, er
enginn talinn meðlimur nema hann greiði
tilskilið félagsgjald. Og er reynt að láta fé-
iagsgjöldin standa straum af kennslukostn-
aði félaganna. Öll íþróttafélög innan í. S. í.
verða að greiða ákveðið gjald fyrir hvern
félagsmann. Borgi ekki Iiver meðlimur í
íþróttafélagi félagsgjald sitt, er hann þess
vegna byrði á l'élagi sínu. Félagið hefur þá
skyldur gagnvart meðlimum sínurn, en
meðlimirnir engar gagnvart félagi sínu.
Með slíku háttarlagi er málunum snúið öf-
ugt. Hér eru meðlimir íþróttafélaganna svo
margir, að með 10—15 kr. árgjaldi væri
hægt að standa straum af helztu útgjalda-
liðum þeirra. Styrkveitingar frá bæ eða
öðrum gætu þá runnið óskertar til vallar-
eða húsbyggingar.
Að borga árgjald sitt er það minnsta, sem
nokkur getur gert fyrir félag sitt. Séu all-
ir samtaka um það, er um leið lagður til-
tölulega l'astur grundvöllur að félagsstarf-
seminni.
Á síðustu árum hala Iramfarir íþrótta-
manna ;i nokkrum stöðum á landinu verió
stórstígar. Liggja aðallega til þess tvær or-
sakir, þ. e. betri skilyrði til íþróttaiðkana
og meiri skilningur ;i nauðsyn þess að æfa.
bað hefur margsýnt sig, að fullkominn ár-
angur fæst ekki nema með rnargra ára þjáll-
un og flestir hætta áður en þeir geta vænzt
mesta árangurs. Það er ekki úr vegi að at-
huga, hvernig allur þorri íþróttamanna hér
stundar ælingar. Er þá t. d. hægt að líta ;i
vormót okkar hér í sumar. Þátttakendur
voru mjög fáir og flestir þeirra höfðu ekk-
ert æft. Ef rétt hefði A'erið ættu keppend-
urnir að hafa byrjað inniæfingarn í nót-
ember og haldið þeim áfram allan veturinn
og svo byrjað útiæfingar með vorimt. Þrátt
fvrir svona ófullnægjandi æfingar, náðist
Eitt af fyrs/u II. flokks
liðiun Þórs:
Efst frá vinstri: Guð-
laugur Gislas., Árni M.
Jónsson, Hinrik Jóns-
son, Gisli Pálsson, Jó 1
Úlafsson. Miðröð: Á.-
mundur Friðriliss., Ha\-
steinn Snorrason, Þo,-
steinn Guðjónsson.
Fremsta röð: Þórarin 1
Bernótusson, Ásmundu r
Steinsson, Óskar Valdi-
niarsson.