Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Side 10

Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Side 10
IO I>J ÓÐHÁTíl)ARBI.A« ÞÓRS Aloeno't var einkum á sumrin, að menn tækju sig upjt og færu skemmtiferðir í Herj- ólfsdál, höfðu með sér hitnnartæki og hit- uðu kaffi. Stundum fóru fjölskyldur einar fyrir sig eða fleiri slógu sér saman. Er fólk íór í útreiðartúra var kaffi stundum drukk- ið í Herjólfsdal, dúkað og lagt á borð þar á erundinni 02' stundum sleoið í dans. O o O Til allsherjarþjóðhátíðarhaldsins á Þing- völlum 2. ágúst 1874, er Kristján konungur IX. sat með Ibruneyti sínu, var lagt til gjald úr sýslum landsins, þar á meðal frá \'est- mannaeyjum, hinir svokölluðu þjóðhátíðar- peningar. Þjóðhátíð var aftur byrjað að halda um aldamótin og hefur verið haldin nær allt- af síðan. F.ins og kunnugt er, er mikið um dýrðir á Þjóðhátíðinni hér. Og þar sýna okkar frægu íþróttamenn listir sínar og ó- tal margt er haft til skemmtunar. Svæðið fánum prýtt og skipulögð tjaldborg, veit- ingatjöld og ræðupallar og ekki að gleyma darispöllunum t\reim, fyrir eldri og nýrri dansana, og keppa hvorir við aðra. Skreyt- ingar eru hinar fullkomnustu, marglit ljós og meira að segja hafa verið svifljós í loft- inu milli hæstu hnúkanna, og þá brennan á Fjósaklettum. Áður skreyttu konur og stúlkur Dalinn TJ ARNARBÁTURIN N með blómum og lyngfléttum. Verðlaun fyr- ir árangra í íþróttum munu fyrst hafa ver- ið veitt hér 1902 eða 1903, veðreiðar, sund. kappróðra og sig var allsnemma byrjað að sýna. Það sést, að Dalurinn hefur verið samkomustaður Eyjamanna frá fyrstu tím- um og því þarf eigi að furða sig á nafninu Daliver um Herjólfsdal, er þýðir staður, þar sem komið er saman á, sbr. áfangastaðir á landi. sem kallaðir eru ver. í Herjólfsdal hefur verið aðal vatnsbólið í Vestmannaeyjum og þangað sótt vatn, er vatn þraut í heimabrunnum, og einnig brynnt búpeningi. Vatnið var flutt í vatns- skjólúm og höfð við grind eða vatnsberi, vatnsok, er gekk um herðarnar eða flutt var á kútum, kvartélum eða tunnum og borið á handbörum eða reitt á kilifbera á hestum, seinna á vögnum, er jteir konni til sögunnar, nú á bílum. Sagan segir, að Herj- ólfur, lyrsti búandinn í Herjólfsdal, hafi selt vatnið og notað sér þannig neyð manna, en refsinornirnar áttu líka að hafa hegnt honum grimmilega fyrir ágirnd hans og yf- irgang og látið skriðuna falla yfir bæ hans. Dóttir hans, Vilborg Herjólfsdóttir, segir sagan að hafi komizt ein undan 1 í 1 s af öllu heimilisfólkinu í Herjólfsdal, og átti hún það að þakka hrafninum, vini sín- um, er lnin hafði átt að gefa í vetrar- hörkum mat, og launaði hann henni matgjöfina með því að aðvara hana um skriðuna. Vilborg þessi byggði síðan Vilborgarstaði hér á Eyjunni og fór hún að dæmi föður síns og kont sér upp vatnsbóli við bæ sinn, sem er annað frægasta vatnsból Eyjanna og við hána kennt. Vatnslindin í Herj- ólfsdal er hlaðin upp, og er það forn- manna verk, en annar brunnur jafn- vel enn eldri hefur nýlega fundizt nær fjallinu, mun þetta vera með elztu fornmenjum hér á landi. Silfur-

x

Þjóðhátíðarblað Þórs

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðhátíðarblað Þórs
https://timarit.is/publication/1833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.