Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Page 11

Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Page 11
I>IÓÐHÁTÍÐARBLAÐ ÞÓRS 11 brunnar voru nefnd vatnsaugu upp undir Fornuskriðu og var í þeim tært og gott vatn. í þá var oft sótt vatn, er hitað var kaffi í Dalnum, og í sóknarlýsingum segir, að kon- ur hafi áður verið við línþvotta við Silfur- brunnana; en allt fram á vora daga var það alsiða að fara með þvotta í Herjólfsdal og algengt var að þvo ull þar. Fyrir sunnan skriðuna eru Fjósaklettar, sem eiga að bera nafn sitt af því að þar hafi átt að vera fjós Herjólfs. Sumir segja, að það hafi aðeins átt að hafa t'erið geldneyta- fjós. Gömul mannvirki eru sjáanleg í skút- anum framan í Fjósaklettum, uppi var steinn, er sagðitr var holur og áttu undarleg hljóð að heyrast, er barið var á hann. Bær Herjólfs, segja nýrri rannsóknir, að staðið hali á hólnum skammt í suðaustur frá tjörninni, og víst er, að þar hafa verið grafnar u]>p fornar bæjarrústir. En eftir gömlum sögnum, er lengi hafa lifað í Vest- mannaeyjum, átli bær Herjólfs að hafa staðið undir skriðuhrúgaldi því, er nær all- langt út á völlinn neðan undir brekkun- um undir Blátindi. Hefur oft bæði fyrr á öldum og síðar verið grafið í þessar rústir til þess að vita, hvort menn finndu ekki vott al einhverju fémætu. en aldrei hafa menn komi/t neitt verulega langt niður, því að þeir, sem að greftrinum stóðu í hvert sinn, urðu fyrir undrum, sáust ýms ftýsn og stórmerki, eins og hefur viljað

x

Þjóðhátíðarblað Þórs

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðhátíðarblað Þórs
https://timarit.is/publication/1833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.