Alþýðublaðið - 06.11.1925, Side 6

Alþýðublaðið - 06.11.1925, Side 6
6 minni siðameistari en ég, þóít einstaka afbrot flokksbræðra yðar sleppi stundum slysalega fram hjá yður. Pér leyfið yður að víta af háværum eldmóði stjórnmálaspillingu þeirra manna, sem hafa aðrar pólitískar skoð- anir en Vörður og Morgunblað- ið. Samt hefi ég aldrei gerst svo iilgjarn að væna yður um, að vandlæting yðar ætti neitt skylt við þau sorglegu sannindi, að þér lifið á að vera ritstjóri Varðar og þegja yfir óráðvendni Morgunblaðsins. Hinu hefi ég talið mér skylt að trúa, að um- vandanir yðar stöfuðu af trú yðar á málefnið, sannfæring yðar um, að allir hefðu rangt fyrir sér nema þér og flokksbræður yöar. Gæti ekki staðið svipað á um vandlælingu mína fyrir orða- söfnun? Það er ekki svo lítill flokkur manna, sem telur orða- söfnun merkilegt nauðsynjamál. Ég er eins konar fulltrúi þessara manna. En það er nú samt sem áður haugalygi, að ég hafi skammað nokkurn mann opinberlega fyrir þær sakir, að hann væri móti orðasöfnun. Þeir, sem ég hefi skammað eða fært eitthvað lít- ilsháttar að í ritsmíðnm mínum, eru þessir: Ólafur Thors, Thor Jensen, Skúli frá Aberdeen, Bjarni Finnbogason, Jón Björns- son, Valtýr Stefánsson, Jón bisk- up Helgason og Árni Sigurðsson. Enginn þessara manna hefir neinn atkvæðisrétt um orðasöfnun, enda hefi ég enga hugmynd um, hvort þeir eru með henni eða móti. Þar að auki hefi ég minst á Jón Magnússon forsætisráð- herra, Magnús Guðmundsson at- vinnumálaráðherra, Jón JÞorláks- son fjármálaráðherra, Jón Auð- un Jónsson, Hákon í Haga, Pétur Ottesen, Magnús dósent Jónsson, Jón Kjartansson, Sigur- jón Jónsson og Björn Líndal. Jón Magnússon forsætisráð- herra mintist ég lítils háttar á í Bréfi til Láru, Á næsta þingi áður en bréfið kom út, greiddi hann þó atkvæði með orðasöfn- Jin. Magnús Guðmundsson hefir að vísu aldrei skilið orðasöfn- unarmálið fremur en annað. En ég hefi aldrei gert gys að hon- um fyrir þær sakir. Ég hefi ALPÝÐUBLAÐIÐ skopast að honmn fyrir þetta pólitíska vafstur hans, sem mér hefir alt af virzt bera vitni um nokkuð takmarkaðar gáfur, frem- ur fáíæklega mannúð, óvenju- lega þröngsýni, frábært ósjált- stæði og alveg dæmalausan ná- nasarskap í fjármálum yfirleitt. Jón Porláksson vítti ég ein- göngu fyrir einstaklega klunna- legar og fólskulegar lygar, sem hann rausaði upp úr sér í þing- ræðu um orðasöfnun mína. í þeirri ræðu kvaðst hann vera móti fjárveitingu íil orðasöfn- unar vegna þess, að orðasafn mitt væri tóm klámyrði og bögumæli. Pessa fíflsku Jóns lcvað ég svo myndarlega niður, að rnargir flokksbrœður hans þökkuðu mér innilega fyrir. En hreinskilni Jóns þessa sýndi sig síðar meir í því, að hann var jafnt móti orðasöfnuninni eftir sem áður, þótt ég sýndi honum svart á hvítu, að hann hefði snakkað tóma endaleysu atú mig og söfnun mína. Með öðrum orðum: Jón Porláksson fjármála- ráðherra laug því upp í opið geðið á þingheimi, að safn mitt væri tóm klámyrði og bögu- mæii, og hann laug því einnig, að hann væri þess vegna móti styrk til orðasöfnunar. Pessa svívirðingu um mig og verk mitt víttuð þér, sjálfúr siðapostulinn, aldrei, af því að það ^ar flokks- bróðir yðar og húsbóndi, sem laug. En aftur á móti reynduð þér að ófrægja mig á allar Iund- ir fyrir að segja það eitt um séra Árna, Magnús dósent og Jón biskup, sem nálega hvert mannsþarn í höfuðstaðnum veit að er hverju orði sannara. Þar áttu flokksbræður yðar í hlut. Ég veit ekki, hvor er meiri aum- ingi, þér eða Jón Þorlákssbn. í eftirmælum, sem ég reit eftir Jón Thoroddsen, sagði ég það, sem satt var, um Jón Auðun Jónsson, að hann hefði verið miklu ver máli farinn og fáfróð- ari um stjórnmál en nafni hans. Til þess tíma hafði þó Jón Auð- unn alt af verið með styrk tii orðasöfnunar. En ég veit ekki, hvort hann hefir greitt honum atkvæði síðan. Samtal, sem ég átti við hinn fáfróða Hákon í Haga, notaði ég í uppistöðu í einn af snildar- köflunum í Bréfi til Láru. Ég gerði það til þess að sýna al- menningi í eitt skifti fyrir öll, hvað sú skoöun Hákonar og annara slíkra væri langt fyrir neðan allar hellur, að ég og mínir nótar ættu að sitja í fang- elsi fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Enn fremur vítti ég Hákon fyrir ölæðisvitleysu í Alþipgis- sölunum. En mér hefir aldrei dottið í hug að skamma hana fyrir andúð gegn orðasöfnun. Pétri Ottesen skopaðist ég að nákvæmlega af sömu ástæðum og ég gerði gys að Magnúsi Guðmundssyni. Þeir eru báðir átjándu aldar menjar, sem ættu að vera geymdir undir rúmi í sveitarbaðstofu. Magnús dósent vandaði ég um við í fyrsta sinn í forstofunni í Bárubúð haustið 1923 fyrir lymskulegan lygaþvætting, sem hann hafði farið með í Nýja bíó um afstöðu jafnaðarmanna til krisíindómsins. Mig minnir. að hann greiddi atkvæði með orðasöfnun til þess tíma. En ég hefi ekki hugmynd um, hvernig hann hefir rétt upp höndina síðan. Annars er mér persönu- lega hlýtt til Magnúsar eins og flestra pólitískra andstæðinga minna. Og það má Magnús eiga, að fyrir rúmum þrem árnra gerði hann mér greiða og gerði hanu meira að segja snildarlega vel. En persónulegar velgerðir við mig koma ekkert við skoö- unum mínum á pólitík og trú- málum. Á Jón Kjaríansson hefi ég rétt að eins minst einhvers stað- ar í Bréfi til Láru. Ekki man ég, hvort hann var með eða móli orðasöfnun, áður en ég sýndi honum þann sóma að nefna nafn hans í þeirri bók. En orsökina til þess, að honurn er þar ekki gleyrnt fremur en öðrum pólitískum snillingum, — hana skilja að minsta kosti allir, sem hafa ekkert upp úr að segja annað um rithátt Morgunblaðs- ins en það eitt, sem satt er. Sigurjóns Jónssonar gat ég með örfáum orðurn sem lifandi fyrirmyndar að afturhaldssemi og eigingirni í opinberum mál- nm. Síðustu árin hefi ég verið öðru hvoru á ísafirði. Birni Líndal fórnaði ég til þess

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.