Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2017, Page 4

Skinfaxi - 01.01.2017, Page 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Hvað er gott félag? Já, hvað skyldi það nú vera? Eflaust eru ekki allir sammála um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla. En nokkur atriði er gott að hafa í huga þegar maður veltir því fyrir sér hvort félagið, sem maður tilheyrir, sé gott félag. Gott félag þarf helst að vera starfandi og sæmilega vel rekið. Það á helst ekki að vera umdeilt (þó að andstæðingar megi auðvitað vera á öndverðum meiði). En gott félag þarf fyrst og fremst góða stjórnun. Góð stjórnun snýst ekki bara um að halda rekstrinum réttum megin við núllið, það er líka mjög mikilvægt að stjórnarmenn séu dríf- andi og geti fengið fólk til liðs við sig til að gera ótrúlega flotta hluti. Landsmót UMFÍ eru mjög gott dæmi um hluti sem hægt er að gera gríðarlega vel, með góðri stjórnun og frábærum sjálfboðaliðum. Þeir eru orðnir mjög margir, einstaklingarnir sem hafa tekið fyrstu skrefin á keppnisvellinum á Unglinga- landsmóti UMFÍ. Mörgum er það ógleyman- leg lífsreynsla. Ég naut reyndar sjálfur aldrei þess heiðurs að keppa á Unglingalandsmóti. En ég hef tekið þátt í framkvæmd tveggja þeirra og er í landsmótsnefndinni fyrir mótið á Egilsstöðum í sumar. Ég vil nefnilega meina að það sé í raun ekki síður minnisstætt og skemmtilegt að taka þátt í mótunum á annan hátt. Hvort sem það felst í því að dæma knattspyrnuleiki, skrá inn úrslit í frjálsum eða ræsa spretthlaup. Það er meira að segja hægt að njóta þess að raka langstökksgryfju í heilan dag. Öll þessi störf eru unnin af sjálfboðaliðum, reyndar eins og stór hluti þeirrar vinnu sem liggur að baki því að halda þessi mót. Mikilvægi sjálfboðaliðastarfs í ungmenna- félagshreyfingunni, og raunar mörgum öðr- Hvað er gott félag? um hreyfingum, verður seint fullítrekað. Hvað þá að allt það góða starf sem unnið er í sjálfboðavinnu í ungmennafélögunum víða um land verði fullþakkað. Ímyndum okkur heim þar sem sjálfboða- liðastarf væri annaðhvort óheimilt eða þekkt- ist hreinlega ekki. Hvers værum við þá að fara á mis? Í svoleiðis heimi væri trúlega ekkert íþróttastarf, engin ungmennafélög, engin leikfélög, engir kórar, engir skátar og engar björgunarsveitir. Þar væru trúlega engir þjóðgarðar eða önnur náttúruverndar- svæði því að uppbygging svæða er í mörg- um tilvikum unnin í sjálfboðavinnu. Það væru sennilega sárafáir mannfagnaðir, engin þorra- blót, engin góuhóf, engin spilakvöld, fá ef nokkur hagyrðingamót og þannig mætti lengi telja. Allir væru steyptir í sama mót og sárafátt skemmtilegt í boði. Lífið væri vægast sagt viðburðasnautt. Manni líður eiginlega bara illa við tilhugs- unina, svo að við skulum láta svona hugsanir eiga sig. Reynum frekar að hugsa um alla þá góðu hluti sem hægt er að áorka með góðri stjórnun og frábærum sjálfboðaliðum. Sigurður Óskar Jónsson, varastjórnarmaður UMFÍ Leiðari Skinfaxa: Efnisyfirlit Íþróttafélagið Vestri Langþráð markmið eftir sameiningu 3 Rósa Marinósdóttir Dreymdi um að verða sjáflboðaliði 16 Alexander Kárason Vill hjólahreysti- brautir fyrir fólk 27 Hildur Bergsdóttir:i Félögin eiga að þjóna iðkendum 8 Hjörtur Þórarinsson 90 ára og enn á fullu fyrir UMFÍ 18 Íþróttagreinin Mikill uppgangur í blaki 29 Angelica Andersson Hlustið á ungmennin 12 Laska Nenova Kolféll fyrir Hreyfivikunni 22 4 Hvað er gott félag? 6 Azazo vekur athygli 6 Vermir hjartað að fá gullmerki UMFÍ – Björg Jakobsdóttir 23 Stjórnarseta á ekki að vera þægileg 35 Íþróttabandalög ræða um aðild að UMFÍ 36 Börnum stafar hætta af hatursorð- ræðu – Sema Erla Serdar 36 „Takk fyrir félagsmálafræðsluna“ – Unnur Brá Konráðsdóttir 37 Mest að gera hjá sérgreinastjórum í boccía – Flemming Jessen 37 Samdi vísur um 19 glímukappa – Jón M. Ívarsson 38 Stjórnar hestasýningu með 140 konum – Ragnheiður Samúelsd. 25 Eru tryggingamálin í lagi? – Rekstur íþróttafélaga Unræðupartý UMFÍ Powerpoint er dauði 14 Ungt fólk og lýðræði Ungt fólk lærir hvert af öðru 40

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.