Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands UNGMENNAFÉLAG ÞARF AÐ VINNA FYRIR FÉLAGSMENN Hildur Bergsdóttir er uppalin á Akur- eyri, komin af handboltafjölskyldu fyrir norðan. Hún fór auðvitað beint í boltann í kringum 10 ára aldurinn en fann sig ekki þar því að enginn flokkur var í bænum fyrir stúlkur á hennar aldri. Hún og vinkona hennar æfðu því tvær með strákunum sem vildu ekki hafa þær í hópnum. „Mér fannst líka ekki gaman að vera ekki best,“ segir hún. Hildur fann íþróttaáhuga sínum annan far- veg og fór á sumarnámskeið í frjálsum hjá Ungmennafélagi Akureyrar (UFA) á Akureyri. Þá var hún ellefu ára gömul. „Ég man það enn að síðasta daginn á nám- skeiðinu áttum við að hlaupa heilan hring á vellinum. Það var spennandi. Þarna var líka sætur og vinsæll íþróttastrákur sem ég var skotin í og ætlaði að hlaupa uppi. Ég tók mér stöðu og rauk svo af stað. Ég vissi ekki fyrr en ég var komin í mark, langt á undan öðrum, meira að segja stráknum. Þarna gerðist eitt- hvað. Það hélt mér á fullu í frjálsum. Ég var efnileg og ætlaði að verða best. Markmiðið var alltaf gullið. En 18–19 ára fór ég að lenda í ofþjálfun og veseni eftir 13 æfingar á viku og vakna með verki. Þá hætti þetta að vera gaman. Það var líka orðið erfitt að æfa með bæði vinnu og skóla. Þá fór ég að hlaupa á mínum forsendum. En síðan varð ég ólétt 19 ára gömul og þá tók annað við.“ Grasekkja á Hallormsstað Hildur, sem er fædd árið 1978 og verður fertug á næsta ári, lærði félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og bætti við sig menntun í barna- vernd á sama tíma og maður hennar vann hjá Íslenskri erfðagreiningu. Henni líkaði hins vegar aldrei dvölin í borginni og ákvað að sækja um starf á landsbyggðinni. Hildur fékk starf sem félagsráðgjafi austur á Héraði og flutti með börnin á meðan maður hennar lauk námi sínu í borginni. Hildur Bergsdóttir hætti sem framkvæmdastýra Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands í enda febrúar sl. til að taka við stöðu félags- ráðgjafa og skilaði af sér góðu verki. Í hennar stað hefur verið ráðin Ester S. Sigurðardóttir. Hildur segir í samtali við Skinfaxa miklu skipta fyrir héraðs- samband að hafa starfsmann í fullu starfi og stjórn sem bæði geti hugsað og þori að hugsa út fyrir kassann. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á starf með ungmennum hjá UÍA. Það skili sér í sterkara félagi. – En hver er Hildur?

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.