Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 12

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Angelica Andersson var ein fyrirlesara á ráðstefnunni Raddir ungs fólks skipta máli sem Evrópa unga fólksins stóð fyrir í mars. Angelica sagði áhrifaríka sögu af þeim erfiðu aðstæðum sem hún bjó við í æsku en vann sig út úr. „Þegar ég var 10 ára bjó fjölskylda mín í vondu hverfi í litlum bæ. Bróðir minn var þekktur glæpamaður. Ég var alltaf utanveltu í skóla. Margir útlendingar komu í skólann. Ég tengdist þeim af því að þeir voru utan- veltu,“ segir Angelica Andersson frá Svíþjóð, ein af fyrirlesurunum á ráðstefnu Evrópu unga fólksins. Angelica sagði sögu af bernskuvini sínum, innflytjanda eins og fleiri úr vinahópi hennar. Sökum uppruna síns varð hann fórnarlamb eineltis í skóla þeirra í bænum. Hann hristi af sér átökin og lokaði augunum fyrir þeim. Þegar skólameistari skólans sakaði drenginn eitt sinn um að vera upphafsmann slagsmála stóð til að reka hann tímabundið úr skólan- um. Angelicu var nóg boðið. Þrátt fyrir ungan aldur hóaði hún í vini sína og kvörtuðu þau yfir hátterninu enda átti drengurinn enga sök á því að var veist að honum. Skólayfirvöld drógu því ákvörðunina til baka. „Fyrir mér var þetta stórt skref. Þetta opnaði augu mín fyrir því að við getum komið einhverju til leiðar í sameiningu,“ sagði Angelica og benti á að þarna hafi hún fundið að réttlætið geti sigrað. Angelica varaði við því að taka ungmenna- ráðum sem gefnum og benti á nokkra þætti sem geti latt ungmenni til þátttöku í ung- mennaráðum og starfi þeim tengdum. Þvert á móti verði að forðast að láta litla hópa verða ráðandi. Þess í stað á að hvetja til að hug- myndir verði til hjá öllum þeim sem eru í ung- mennaráðinu. Það verður jafnframt að vera sveigjanlegt og geta tekið á ýmsum málum. „Ungmennaráð geta verið öflug ef þau vilja það. En það verður að vera skemmti- legt að taka þátt í starfi,“ sagði Angelica og nefndi sem dæmi að sænsk ungmennaráð hafi sett á laggirnar lýðræðishátíð, búið til sumarstörf fyrir ungmenni, komið á ókeypis ökukennslu, skipulagningu útisvæða og mörgu fleiru. Ráðstefnan „Raddir ungs fólks skipta máli“ var haldin þann 17. mars á Hilton Nordica Hotel. Ráðstefnan fór vel fram og voru gestir vel á annað hundrað. Ráð- stefnugestir voru ungmenni í ungmenna- ráðum og starfsmenn sem vinna með ungmennum eða að málefnum þeirra. Ráðstefnan skiptist í tvo hluta. Í þeim fyrri fluttu erindi þau Angelica Anderssen frá Svíþjóð, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Þóra Jónsdóttir, Helga Haraldsdóttir og Kristján Hilmir Baldursson. Í seinni hlutan- um voru málstofur þar sem einstök mál voru krufin til mergjar. Sérstök áhersla var lögð á lýðræði ungmenna og mikil- vægi þess að þau hafi áhrif á þær ákvarð- anir sem teknar eru varðandi málefni þeirra. Farið var yfir hvernig ungmenna- ráð geta verið gagnleg ef að farið er rétt að starfseminni, annars geta þau hrein- lega latt samfélagið. Fyrirlesarar stjórnuðu málstofum eftir hádegi og voru þær fjölbreyttar, skemmti- legar og fræðandi. Í málstofunum voru margvíslegar hugmyndir ræddar, allir lögðu sitt af mörkum til þess að finna leiðir til þess að gefa ungmennum frekari tækifæri til þess að láta raddir sínar heyrast. Angelica An- dersson sagði áhrifaríka sögu úr æsku sinni. Ungmennaráð er upp spretta hugmynda „Ungmennaráð geta verið öflug ef þau vilja það. En það verður að vera skemmtilegt að taka þátt í starfi þeirra“.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.