Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 15
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 15
Umræðupartýið var fyrsta partýið
af fjórum sem UMFÍ mun standa
fyrir á næstu tveimur árum.
Næsta partý er á dagskrá í maí
2017. Fylgstu með á heimasíðu
UMFÍ (www.umfi.is).
• UMFÍ eflir þátttöku í hreyfingu og íþróttum.
Týndur aldurshópur
Undir viðfangsefninu þátttaka í skipulagðri
hreyfingu og íþróttum komu skýr skilaboð frá
ungmennum um að aldurshópnum 17–30
ára finnist hann vera svolítið út undan, sér-
staklega þau sem hafa ekki áhuga á afreks-
mennsku eða horfa á sigur almennt sem
lokamarkmið. Jafnframt kom fram að ung-
mennum finnst pressan oft og tíðum vera
of mikil á keppni, afrek og mætingaskyldu í
íþróttum og öðrum þáttum daglegs lífs.
Ungmennin óskuðu eftir því að boðið
verði upp á skipulagt starf þar sem áhersla
sé lögð á þátttöku og félagslegan ávinning
eða að búinn verði til vettvangur þar sem
vinir geti hist, skemmt sér saman og tekið
þátt í mismunandi íþróttum. Flest ungmenn-
in nutu hins félagslega þáttar íþrótta og
þeirrar félagslegu virkni sem fylgir þeim
fremur en að horfa til þess að ná sem lengst
í sinni grein. Mörg ungmenni viðurkenndu
nefnilega að þau upplifi hið gagnstæða; að
litið sé svo á að árangurinn og sú íþróttagrein
sem þau stundi sé undirstaðan en félagslegi
þátturinn það sem af iðkuninni leiðir.
• UMFÍ er leiðandi í fræðslu og forvörnum.
Óskað eftir forvarnafræðslu
Í umræðum um fræðslu og forvarnir var leitað
eftir svörum um það hvernig fræðslu eða upp-
lýsingar um forvarnir ungt fólk vilji sjá og
hver áhrifaríkasta leiðin sé til að koma for-
varnafræðslu á framfæri við ungmenni. Ung-
mennin sögðust mörg vilja meiri fræðslu um
langtímaáhrif af notkun rafretta, hvernig hægt
sé að nýta sér streitu á jákvæðan hátt, fræðslu
um kvíða, svo sem hvenær hann sé talinn eðli-
legur og hvar mörkin séu gagnvart að hinu
óeðlilega. Einnig komu fram óskir um fræðslu
um einkenni ofþjálfunar, næringarfræði og
notkun fæðubótarefna. Til viðbótar komu
fram óskir um fræðslu um samfélagsmiðla
og hvaða áhrif þeir geti haft til lengri tíma, til
dæmis á kvíða, streitu, svefn og þunglyndi.
Svör við því hvernig best væri að koma
fræðslu og upplýsingum á framfæri við ung-
menni voru mjög skýr. Ungmennin voru sam-
mála um það að jafningjafræðsla væri það
sem virkaði best og sú leið sem þau tækju
mest mark á. Þau sögðu mikilvægt að þjálf-
arar væru til fyrirmyndar, utan vallar sem
innan. Það sama á við um leikmenn í meist-
araflokkum eða eldri deildum. Ungmennin
sögðu leikmenn í meistaraflokkum og þá
sem eigi að vera til fyrirmyndar misstíga
sig stundum og senda misvísandi skilaboð.
Dæmi um slíkt er þegar dreift er veggspjöld-
um með mynd af þeim og þeir hvetji til heil-
brigðs lífernis en sjáist svo á netmiðlum,
Facebook eða YouTube ýmist með tóbak í
vör eða drukknir.
• UMFÍ er nútímaleg og leiðandi samtök.
Gamalt fólk í stjórnum félaga
Í umræðunni um nútímaleg vinnubrögð, eða
hipp og kúl íþróttastarf, kom fram að ung-
mennum finnast íþróttafélög starfa á nútíma-
legan hátt og hafi tileinkað sér samfélags-
miðla til að koma upplýsingum á framfæri.
Á hinn bóginn kom skýrt fram að ungmenni
kjósa mun frekar persónulega nálgun en
upplýsingar í gegnum samfélagsmiðla. Jafn-
framt voru ungmennin sammála því að auka
þurfi hlutfall ungs fólks í nefndum og stjórnun
félaga. Í dag finnst mörgum ungmennum
stjórnir félaga vera nokkurs konar foreldra-
og/eða afa- og ömmu-starf. Kynna þurfi
félagsstarf betur fyrir ungmennum, poppa
það upp svo ungt fólk vilji sækjast eftir því
að fá sæti í nefndum og stjórnum. Takist það
munu raddir ungs fólks heyrast betur.
Mörgum ungmennum finnast þau aðeins
vera neytendur í þeim félögum sem þau eru
skráð í fremur en þátttakendur. Ungmenni
greiða æfingagjöld og finnst þess vegna ekki
ástæða til að gera eitthvað meira fyrir félögin
sín. Ein hugmynd sem kom fram í umræðu-
partýinu var að stofna ungmennaráð innan
hvers ungmennafélags. Ráðið yrði að hafa
skýran tilgang og hlutverk, vera málsvari ungs
fólks og vera sá aðili sem kynnti starf félags-
ins fyrir öðru ungu fólki. Sú leið gæti aukið
þátttöku ungs fólks í félagsstarfi.
En hvernig á að gera íþróttastarf meira hipp
og kúl? Fram kom tillaga um að draga úr sér-
hæfni félaga – auka fjölbreytni þeirra og draga
úr pressu og mætingaskyldu á æfingar. Jafn-
framt megi draga úr ríg á milli deilda innan
félaga og auka samstarf þeirra á milli. Sam-
vinna skili árangri og það sé hipp og kúl.
„Power point er dauði!“