Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2017, Page 25

Skinfaxi - 01.01.2017, Page 25
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 25 Misjafnt er hvort íþróttafélög eru með tryggingu eða annað sam- bærilegt vegna hugsanlegs fjár- tjóns verði iðkandi fyrir slysi á æfingu eða í keppni á vegum félagsins. Forsvarsmenn sumra íþróttafélaga telja þjálfara, sem fá verktakagreiðslur, ekki til starfs- manna og því líkur á að þau fái aðra tryggingu en þau ættu með réttu að fá. Þetta kemur fram í meistararitgerð Kristófers Fannars Guðmundssonar í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Ritgerðin heitir Hver ber ábyrgð á líkams- tjóni íþróttafólks? Í ritgerðinni segir að tryggingamál íþrótta- félaga og fleiri sem sinni hreyfingu fólks séu oft á reiki. Þá sé málum blandið hvort íþróttafélag, líkamsræktarstöð sem við- komandi æfir í eða þjálfari viðkomandi beri ábyrgð á líkamstjóni iðkanda. Falli bótakrafa á íþróttafélag, sem er ekki með fullnægjandi tryggingu, geti það verið fjárhagslega mjög erfitt fyrir félagið að greiða bætur. Kristófer mælir með að íþróttafélög kaupi sérstaka tegund vátrygginga sem kallast ábyrgðartrygging til að koma í veg fyrir fjárhagslegan skell á félag eða bóta- þola. Greiðsluskylda úr slíkri ábyrgðar- tryggingu stofnast ef vátryggður hefur orðið fyrir fjártjóni vegna bótakröfu frá þriðja aðila, en vátryggður í þessum teg- undum ábyrgðartrygginga er vátrygging- artaki, það er íþróttafélagið. Ekki telja starfsmenn of fáa Við vinnslu ritgerðarinnar kannaði Kristó- fer stöðuna hjá nokkrum íþróttafélögum og komst að því að tryggingamál þeirra eru misjöfn. Sum þeirra íþróttafélaga, sem hann hafði samband við, töldu sig ekki bera ábyrgð á störfum þeirra þjálfara sem fengu greiddar verktakagreiðslur. Af því dró hann þá ályktun að félögin hafi ekki gefið upp réttan fjölda starfs- manna þegar tryggingafélag lagði mat á áhættu starfseminnar og ákvað iðgjald. Hann nefnir sem dæmi að ef 30 þjálfarar eru hjá íþróttafélagi og af þeim eru 15 launþegar og 15 verktakar kann að vera að íþróttafélagið hafi einungis gefið tryggingafélaginu upplýsingar um þjálf- arana 15. Við þetta metur tryggingafélag- ið áhættuna minni en ella og er iðgjald- ið í samræmi við það lægra en ef þjálfar- ar væru 30. Ef iðkandi hjá íþróttafélag- inu yrði síðan fyrir líkamstjóni sökum gáleysislegrar hegðunar þjálfara, sem ekki var undir ábyrgðartryggingunni, sæti íþróttafélagið uppi með kostnaðinn svo lengi sem öll skilyrði reglunnar um vinnuveitandaábyrgð væru uppfyllt. „Það má því sjá að mjög mikilvægt get- ur verið að vita hvort einstaklingur sé starfs- maður í skilningi vinnuveitendaábyrgðar eða sjálfstæður verktaki,“ skrifar Kristófer. Íþróttafélag ber oftast ábyrgð Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að í flest- um tilvikum beri íþróttafélagið eða líkams- ræktarstöðin, sem þjálfari vinnur fyrir, ábyrgð á tjóni sem iðkandi getur hlotið við æfingar eða í keppni. Þó getur þjálfarinn borið per- sónulega ábyrgð ef hann hefur valdið tjón- inu með stórfelldu gáleysi eða af ásetningi. Þeir sem standa fyrir íþróttastarfsemi geta keypt sérstaka ábyrgðartryggingu sem trygg- ir þá gegn fjárútlátum vegna hugsanlegrar skaðabótakröfu. Að mati Kristófers verður að teljast heppi- legast að sá sem bótaréttinn á, iðkandinn eða félagsmaðurinn, fái tjón sitt bætt og sá sem ábyrgðina beri geti staðið undir henni og greitt hana. Til þess að svo megi verða kann að þurfa ábyrgðartryggingu. Þetta ættu íþróttafélög, líkamsræktarstöðvar og eftir atvikum þjálfarar að hafa í huga. Eru tryggingamálin í lagi? Kristófer Fannar grunaði að staða tryggingamála væri slæm hjá íþróttafélögum. Hann segir suma stjórnendur íþróttafélaga meðvitaða um ábyrgðina ef slys kemur upp en aðra ekki. „Áður en ég fór að vinna að ritgerðinni var ég búinn að hafa það á tilfinningunni að forsvarsmenn íþrótta- félaga og líkamsræktarstöðva hefðu ekki verið búnir að velta tryggingamálunum mikið fyrir sér. Ég vona að hún hafi opnað augu einhverra til að skoða trygg- ingamál íþróttafélaganna enda var markmiðið að vekja fólk til vitundar um þetta mikilvæga mál,“ segir Kristófer Fannar Guðmundsson, höfundur ritgerðar- innar um tryggingamál íþróttafélaga. Kristófer skrifaði ritgerðina undir handleiðslu leið- beinandans Guðmundar Sigurðssonar, sérfræðings í skaðabótarétti og prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Guðmundur er íþróttafræðingur, útskrif- aður frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og hefur unnið sem íþróttakennari. Kristófer þekkir líka vel til íþrótta en hann er markvörður í handknattleiks- deild Aftureldingar í Mosfellsbæ. Afturelding er ung- mennafélag enda aðildarfélag Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Spurður út í það hversu meðvitaðir stjórnendur Slök staða kom ekki á óvart íþróttafélaga séu um tryggingamálin svarar Kristófer: „Það er misjafnt hvernig þetta er. Sumir eru með allt á hreinu en aðrir hafa ekki hugsað mikið út í trygg- ingamálin. Eins og kemur fram í ritgerðinni geta kom- ið upp atvik þar sem íþróttafélagið eða þjálfarinn geta talist ábyrgir fyrir tjónum eða slysum. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera með þetta á hreinu,“ segir hann. Hefurðu heyrt um félag eða þjálfara sem lenti illa í því? „Nei, ég heyrði ekki af neinum, sem betur fer. En það er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Kristófer.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.