Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 30

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 30
30 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands B lakfélagið Hvannirnar á Hvanneyri er eina félagið innan UMSB sem býður upp á blak. Félagið hefur æft og keppt í 30 ár. Um 15 konur æfðu með félaginu á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi í fyrra. „Hingað koma konur úr öllum Borgarfirði og ofan úr Húsafelli,“ segir Sólrún Halla Bjarnadóttir, sambandsstjóri Ungmenna- sambands Borgarfjarðar, en hún heldur utan um blakfélagið og þjálfar Hvannirnar. Í Dalvíkurbyggð æfa að meðaltali 24 konur og 12 karlar blak í vor. Æfingar eru tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Æft er í eina og hálfa klukkustund í hvert skipti, frá byrjun september til loka apríl. Haldið hefur verið blaknámskeið á veg- um Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga í Búðardal en ekki er boðið upp á reglulegar æfingar. Síðasta námskeiðið var í janúar og febrúar 2017. Ungmennafélagið Kormákur býður upp á blak fyrir 14 ára og eldri. Karlar og konur eru saman á æfingum í íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Æft er á þriðjudögum og fimmtudögum. „Við erum mjög fá, erum svolítið í startholun- um. Það er áskorun að bjóða upp á nýja grein,“ segir Svandís Þorsteinsdóttir, formaður blak- deildar Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags. Um fimm ár eru síðan deildin var stofnuð í Keflavík. Í blakdeildinni eru 23 iðkendur 18 ára og eldri en aðeins fjórir yngri og koma þeir allir frá Suðurnesjum þar sem ekki er boð- ið upp á blak. Karlar og konur æfa saman og eru kynjahlutföll iðkenda jöfn. Svandís segir ýmsa þætti skýra það hversu fámenn blakdeildin er. Erfitt er að fá tíma í íþróttahúsi fyrir æfingar og þarf deildin að keppa þar við rótgrónari deildir. Nær einu tím- arnir sem hafa fengist eru fyrir einn völl klukk- an 21:30 á kvöldin. Ekki gangi að bjóða upp á slíkt fyrir börn auk þess sem fólk í dagvinnu sjái sér vart fært að æfa blak seint á kvöldin. Svandís segir erfitt að fá þjálfara fyrir þær fáu klukkustundir sem boðið er upp á blak í Keflavík. Stefnt er á að bæta úr því í haust. „Þótt iðkendagjöld séu ekki há höf- um við verið að safna inn á reikning fyrir launum þjálfara, fáum þjálfarastyrk til viðbótar og vonumst til að geta ráðið einn í haust.“ Til að bæta upp fyrir þjálfaraleysið hefur Svandís náð sér í réttindi til að æfa með börnum og hefur hún séð um barna- starf blakdeildarinnar í fjögur ár. Hún segir það áskorun að halda börnum í blaki enda heilli körfuboltinn og knattspyrnan. Af þeim sökum sé erfitt að ná nægum fjölda í blaklið nema sameinast öðrum í liði eins og raunin hefur verið. En hver er ástæðan fyrir þessum áhuga þegar áskorunin er svo mikil? Svandís er Dalvíkingur og fór á heima- vistarskóla á Laugar. Á báðum stöðum er rík blakhefð. Öll fjölskyldan stundar blak og eru þau öll í deildinni í Keflavík, bæði maður og börnin þrjú. Synirnir og eigin- maðurinn kepptu auk þess saman á Íslandsmóti í blaki í 2. deild í fyrrahaust. Keflavík Áskorun að bjóða upp á nýja grein hjá rótgrónu félagi HvammstangiBúðardalurDalvík Hvanneyri

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.