Skinfaxi - 01.01.2017, Page 31
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 31
Neskaupstaður
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir er formaður blakdeildar Þróttar í Nes-
kaupstað. Hún á að baki glæstan feril í blaki, er margföld
landsliðskona og Íslandsmeistari. Maður hennar var í unglinga-
landsliði í blaki. Börnin þeirra æfa líka blak og tvö þeirra eru
komin í unglingalandslið. „Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir
þessu,“ segir Þorbjörg og segir kát í kampinn að líklega gangi
blak í erfðir enda margar fjölskyldur í bænum sem iðki blak.
Lið frá Neskaupstað hafa verið sterk á blakvellinum í gegnum
tíðina. Uppganginn má þakka þeim Ólafi Hr. Sigurðssyni, sem
nú býr á Seyðisfirði, og Grími Magnússyni en þeir hófu að þjálfa
blak í bænum árið 1978 í litlu íþróttahúsi. Í bæinn hafa komið
þjálfarar frá Kína og nú er þar par frá Spáni sem þjálfar bæði
karla- og kvennaflokka og yngri.
Haustið 2016 voru 143 iðkendur skráðir í blak í Neskaupstað,
þar af 104 börn og 39 fullorðnir. Þróttarar áttu á sama tíma átján
félagsmenn í ellefu landsliðsverkefnum í sex landsliðum. Nokkrir
keppa í fleiri en einu landsliði. Dóttir Þorbjargar ein var í U-19
landsliði og A-landsliði.
Ástæðan fyrir sterkum yngri flokkum er sú að ungmennin fara
úr bænum í nám.
„Við búum við það að missa krakkana frá okkur þegar þau eru
búin með framhaldsskóla. Þá fara þau oft eitthvað. Við erum að
Ó lafur Hr. Sigurðsson hefur síðastliðin 20
ár þjálfað blak á Seyðisfirði og komið
bænum á kortið í blakheiminum. Ólafur og
Grímur Sigurðsson eru guðfeður blaksins í
Neskaupstað og hefur Ólafur farið á milli bæj-
anna í þeim tilgangi að styðja við íþróttina.
Ólafur kynntist blaki hjá Hermanni
Stefánssyni þegar hann var í Menntaskólan-
um á Akureyri undir lok sjöunda áratugar 20.
aldar. „Hermann kynntist blaki í Þýskalandi,
hann færði það hingað heim og þaðan
breiddist það út. Ég byrjaði að æfa það árið
1972 og hef þjálfað frá árinu 1975,“ segir
Ólafur og tekur fram að Hermann sé fyrsti
einstaklingurinn á Íslandi til að hljóta gull-
merki Blaksambands Íslands.
Er enn að keyra í krakkablak
Ólafur fluttist austur í Neskaupstað árið 1978
og stofnaði þar blakdeild árið eftir ásamt því
að kenna á skíði og þjálfa handbolta. Ólafur
segir ástæðuna fyrir því að blak hafi lengi átt
vinsældum að fagna á Íslandi, ekki síst úti á
landi, þá að fáir geti myndað lið. Á vellinum í
leik fullorðinna og öldunga eru sex á vellinum
í einu en fjórir í krakkaliði og spila þau á bad-
byggja upp meistaraflokk karla og ná inn
yngri iðkendum þar. Hann hefur verið byggður
upp á 30+ jöxlum,“ segir Þorbjörg. „Svo skil-
uðu strákarnir sér ekki eins vel í blakið og
stúkurnar enda hefur fótboltinn laðað þá til
sín. En þetta hefur verið að breytast. Blak-
sambandið hefur staðið sig vel í því að koma
fleiri unglingaliðsverkefnum í gang fyrir bæði
kyn. Strákarnir sjá þar kannski glugga til að
koma inn í íþróttina.“
Þorbjörg bendir á að þrátt fyrir að ytri um-
gjörð íþróttarinnar skipti máli, svo sem kraft-
ur í þjálfurum, aðstaðan og góðir æfinga-
tímar, þá sé það oft á endanum ákvörðun
vinanna sem ráði. „Ef ég á ekki vin í blaki þá
eru litlar líkur á að ég endist í blaki.“
Seyðisfjörður
Í læri hjá guðföður blaksins á Íslandi
mintonvelli. Ólafur segir uppgang blaksins
skýrast af því að vellirnir í gömlu íþróttahús-
unum á árum áður hafi verið svo litlir að þeir
hafi rétt aðeins rúmað blakvelli. Þegar við
bættist að fáa þurfti í lið hafi greinin blómstr-
að.
„Íþróttahúsið í Neskaupstað var svo lítið
að aðrar íþróttagreinar náðu sér ekki á strik,“
segir Ólafur og bætir við að mestu skipti fyrir
íþróttina að þjálfarar hafi komið í bæinn. Á
árunum 1988-90 var þjálfari frá Kína. Nú er
í bænum spænskt par sem þjálfar blak. Svo
vel tókst hjá Ólafi og Grími á Neskaupstað
að nokkrum mánuðum eftir að boðið var
þar upp á blak í fyrsta sinn voru iðkendur
orðnir 220 og blakdeildin orðin sú stærsta á
Íslandi. „Okkur tókst alltaf að halda jafnvægi í
þessu – jöfn kynjahlutföll, sem er óvenjulegt
í íþróttum,“ segir hann.
Ólafur var sæmdur gullmerki Blaksam-
bands Íslands fyrir störf sín árið 1991 og var
hann sá næsti á eftir Hermanni til að hlotnast
sá heiður. Og Ólafur er enn að: „Ég er að spila
enn á fullu, orðinn 63 ára. Konan mín sér um
krakkablakið á Seyðisfirði en ég keyri þau út
um allt.“
Blak gengur líklega í erfðir
í Neskaupstað
Ólafur er annar Íslendingurinn til að hljóta gullmerki Blaksambands
Íslands fyrir vinnu. Hinn var Hermann Stefánsson, upphafsmaður
blaksins á Íslandi.