Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 35
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 35
Nýverið skilaði nefnd af sér tillögum um
aðild íþróttabandalaga að UMFÍ. Tillög-
urnar verða lagðar fyrir sambandsþing
UMFÍ í október. Verði tillögurnar samþykktar
munu íþróttabandalögin fá stöðu sambands-
aðila innan UMFÍ, ungmenna- og íþróttahreyf-
ingin styrkjast og geta mætt þörfum félaga
betur en áður. Formaður UMFÍ segir þetta ein-
stakt tækifæri og styrkja alla sambandsaðila.
Farvegur sem styrkir hreyfinguna
„Við höfum unnið að þessu markvisst nú í
eitt og hálft ár,“ segir Haukur Valtýsson, for-
maður UMFÍ, sem unnið hefur með nefnd
sem vinnur að undirbúningi aðildar íþrótta-
bandalaganna að UMFÍ. Mörg ár eru síðan
íþróttabandalögin sóttu fyrst um aðild að
UMFÍ. Á sambandsþingi UMFÍ í Vík í Mýrdal
haustið 2015 var samþykkt viljayfirlýsing um
aðild þeirra. Á sambandsþingi UMFÍ á Hall-
ormsstað í október 2017 verða lagðar fram
tillögur um með hvaða hætti aðild þeirra get-
ur orðið með breytingum á lögum og reglu-
gerðum. Sambandsaðilar hafa fengið tillögur
nefndar UMFÍ sendar og eru þeir þessa dag-
ana að ræða málið innan sinna raða. Tillög-
urnar verða ræddar á sambandsþinginu og
þar tekin afstaða til þeirra með formlegum
hætti.
Forsvarsmenn sex íþróttabandalaga komu
að upphaflegri viljayfirlýsingu um aðild að
Vinnubrögð til fyrirmyndar
Skipting lottótekna UMFÍ
Miklum meirihluta lottótekna UMFÍ er
deilt út til sambandsaðila og félaga með
beina aðild á hverju ári. Árið 2015 úthlut-
aði UMFÍ rúmum 126,7 milljónum króna
til sambandsaðila og félaga með beina
aðild. Ungmennasamband Kjalarnes-
þings (UMSK) fékk 30% fjárins eða sem
nemur 38 milljónum króna. Héraðssam-
bandið Skarphéðinn (HSK) fékk 13,9
milljónir og aðrir fengu minna. Ung-
mennafélagið Óðinn og Ungmenna-
félagið Víkverji fengu lægstu upp-
hæðirnar, tæplega 51 þúsund krónur.
UMFÍ. Aðeins Íþróttabandalag Reykjanesbæj-
ar (ÍRB) hefur fram til þessa staðið utan hennar.
Haukur segir ástæðu aðildar þá að íþrótta-
bandalögin vilji leggja áherslu á það sem ung-
mennafélagshreyfingin stendur fyrir á sama
hátt og núverandi sambandsaðilar. „Það sem
ungmennafélagshreyfingin stendur fyrir hvet-
ur til þátttöku sem flestra í reglubundinni
hreyfingu, fjölbreytts starfs, fræðslu og for-
varna, grasrótarstarfs og því að deila og miðla
reynslu sinni í starfinu. Það eykur slagkraft
ungmennafélagshreyfingarinnar til muna
þegar öll íþróttahéruð og aðildarfélög þeirra
verða á sama plani. „Þarna er kominn farveg-
ur til að styrkja hreyfinguna og gera gott starf
betra,“ segir Haukur.
Hugað að minni sambandsaðilum
Í vinnu nefndar UMFÍ hefur verið haft að leið-
arljósi að bæta hagræði og skilvirkni í ung-
mennahreyfingunni á sama tíma og hugað
er að hagsmunum núverandi sambandsaðila
UMFÍ. Þess vegna er í tillögunum þak á fjölda
þingfulltrúa frá stærri sambandsaðilum á
þingum UMFÍ. Það þak er lækkað frá núgild-
andi reglum. Með þeim hætti er tryggt að
allir geti haft tækifæri til þess að hafa áhrif.
Mörg af félögum UMFÍ með beina aðild halda
áfram aðild sinni þrátt fyrir aðild íþróttabanda-
laga en munu hafa hana í gegnum íþrótta-
bandalögin hvert á sínu svæði með sama
hætti og önnur félög eiga í dag í gegnum
héraðssamböndin.
Haukur segir að í kjölfar aðildar verði leitað
til ÍSÍ um heildarskiptingu lottó þar sem nú-
verandi reglur geri ráð skerðingu sambands-
aðila UMFÍ hjá ÍSÍ. Leitað verður eftir sátt um
skiptingu þess. „Tillagan felur í sér að íþrótta-
bandalögin fá ekki aðgang að lottófjármagn-
inu fyrr en UMFÍ og ÍSÍ hafa samið upp á nýtt,
og sú skipting samþykkt,“ segir hann og bend-
ir á að lottóið sé einn mikilvægasti tekjuliður
minni sambandsaðila og því mikilvægt hags-
munamál. „Þetta er einstakt tækifæri til að
snúa bökum saman og horfa til framtíðar.“
Haukur Valtýsson,
formaður UMFÍ
Íþróttastarfið getur orðið sterkara um allt land
Formaður stjórnar ÍBR vonast til þess að
aðild íþróttabandalaga að UMFÍ skili sér í
sterkari íþróttahreyfingu.
„Við höfum sett okkur markmið með
Reykjavíkurborg um að efla íþróttastarf í
hverfum borgarinnar og geta boðið upp á
íþróttastarfi í göngufæri fyrir hvert barn.
Þetta markmið getum við yfirfært á lands-
vísu með UMFÍ,“ segir Ingvar Sverrisson, for-
maður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR).
Hann vonast til að aðildarviðræður UMFÍ og
íþróttabandalaganna gangi eftir því vænt-
ingar eru um að það styrki héraðssamböndin
á sveitarstjórnarstiginu með hag sem flestra
að leiðarljósi. „Þetta snýst ekki bara um Reykja-
vík. Við munum leggja fram tillögu á næsta
þingi ÍSÍ í maí um að ríkið efli enn frekar
íþróttastarf á landsbyggðinni. Við höfum
lagt á þetta mikla áherslu,“ segir Ingvar.
Ingvar horfir til þess að aðildarfélög ÍBR
og UMFÍ vinni saman að skipulagningu og
undirbúningi stærri móta. Mót og viðburðir
UMFÍ geti orðið sterkari með samvinnu við
íþróttabandalögin.
„Við höfum verið þátttakendur á mótum
UMFÍ en ekki þátttakendur í því að halda
þau. Við höfum mikinn áhuga á að efla mót-
in og vinna með UMFÍ að því,“ segir Ingvar
og bendir á að ÍBR og íþróttabandalögin búi
að mikilli þekkingu á rekstri móta. Á meðal
þeirra sem ÍBR stendur fyrir eru Reykjavíkur-
maraþonið og Laugarvegshlaupið.
Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR).
79%
til sambandsaðila
14%
til UMFÍ
7% til Fræðslu- og
verkefnasjóðs
40%
skipt eftir
íbúafjölda
40%
skipt eftir félags-
mannafjölda
20%
skipt samkvæmt
sérstakri reglu