Skinfaxi - 01.01.2017, Page 36
36 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
„Hatursorðræða er ein af þeim miklu
hættum sem steðja að börnum og ung-
mennum – og öðrum – á Netinu í dag.
Þetta er vaxandi áhyggjuefni,“ segir
Sema Erla Serdar, verkefnastýra Æsku-
lýðsvettvangsins.
Í lok mars sl. hélt Sema erindi um hat-
ursorðræðu á netinu hjá Skátafélaginu
Mosverjum. Fundurinn var vel sóttur og
umræðurnar tókust vel en Sema Erla, sem
þekkir hatursorðræðu á netinu af eigin
reynslu, fjallaði meðal annars um mis-
munandi birtingarmyndir hennar, alvöru
þá sem í henni er fólgin og hugsanlegar
afleiðingar.
Hún segir mikilvægt að efla fræðslu
og forvarnir til þess að sporna gegn vax-
andi hatursorðræðu á meðal barna og
ungmenna og koma í veg fyrir að þau
tileinki sér slíka hegðun.
Hvað er
hatursorðræða?
Það sem einkennir hatursorðræðu
er að gerandi sendir þolanda meið-
andi skilaboð til þess að niðurlægja
hann, gera lítið úr persónu við-
komandi og brjóta hann niður.
Sambandsaðilar UMFÍ
geta óskað eftir fræðslu, forvörnum
eða úrvinnslu eineltismála eða hat-
ursorðræðu með því að hafa sam-
band við þjónustumiðstöð UMFÍ.
Á heimasíðu UMFÍ er aðgerðaáætlun
Æskulýðsvettvangsins gegn einelti
og annarri óæskilegri hegðun.
Hægt er að hafa samband við
þjónustumiðstöðina og fá prentuð
eintök af aðgerðaáætluninni. Einnig
er hægt að senda fyrirspurnir um
tengd mál á netfangið aev@aev.is.
Börnum stafar
hætta af hatursorðræðu
„Fæstir gera sér grein fyrir áhrifunum sem fáein orð á samfélags-
miðlum geta haft á aðra. En ef hatursorðræða er látin óáreitt
getur hún haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir geranda og
þolanda,“ segir Sema Erla.
„Fyrstu skrefin mín í félagsmálafræðslu
voru í stjórn Ungmennafélagsins Dags-
brúnar. Hún skiptir máli,“ segir Unnur Brá
Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Unnur Brá, sem fædd er árið 1974, er frá
bænum Búðarhóli í Austur-Landeyjum og
keppti í frjálsum á sínum yngri árum undir
merkjum Ungmennafélagsins Dagsbrúnar.
Hún sat í stjórn félagsins og man vel eftir
því þegar hún mætti í fyrsta sinn á HSK-
þing í Hveragerði. Þá var hún á 16. ári.
„Félagsmálafræðslan skiptir máli,“ bæt-
ir Unnur Brá við. Að loknu grunnskólanámi
fór hún í Menntaskólann að Laugarvatni
og hætti þá þátttöku í íþróttum eins og
margir aðrir.
Ljóst er að félagsmálafræðslan hafði
áhrif því að Unnur Brá varð sveitarstjóri
Rangárþings eystra árið 2006 og fór þaðan
á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í byrjun árs
2017 var hún svo skipuð forseti Alþingis
og varð við það fjórða konan til að sitja í
forsetastóli Alþingis. Fyrir sameiningu þing-
deilda árið 1991 höfðu þrjár konur gegnt
embætti forseta sameinaðs þings eða ann-
arrar hvorrar þingdeildar. Hún er jafnframt
yngsta konan til að vera kjörinn forseti
Alþingis og næstyngsti þingmaðurinn til
þess. Sá yngsti var Ásgeir Ásgeirsson, síðar
forseti. Hann var kjörinn forseti sameinaðs
þings 36 ára gamall árið 1930.
Unnur Brá hefur oft verið gestur á þing-
um HSK. Á síðasta þingi lét hún þau fleygu
orð falla að ungmennafélagshreyfingin, á
meðal annarra, beri ábyrgð á því hvar hún
er stödd í dag.
Unnur Brá telur líklegt að flestir lands-
byggðarþingmenn búi að þessum grunni.
Hún hafi samt ekki gert formlega könnun
á því.
Takk fyrir
félagsmála-
fræðsluna
VISSIR ÞÚ ÞETTA?
Langan tíma tekur að ná fyrri styrk
Hér eru vondar fréttir fyrir sófakartöflurnar. Hreyfingarleysi
eða lítil hreyfing í hálfan mánuð minnkar líkamsstyrk um 33%,
þol fer niður um 10% og vöðvamassi rýrnar um allt að 500
grömm. Sex vikur tekur að koma líkamanum aftur í fyrra form.
„Það vakti undrun okkar hvað það tekur stuttan tíma að
tapa vöðvamassa og langan tíma að ná honum aftur,“ segir
Andreas Vigelsø, einn þeirra dönsku vísindamanna við
öldrunar- og líflækningadeild Kaupmannahafnarháskóla
sem komu að rannsókninni.
Rannsóknin var gerð á körlum á tveimur aldursskeiðum.
Meðalaldur yngri hópsins var 21 ár en þess eldri 68 ár. Athygli
vakti að hreyfingarleysi fór verr með yngri karlmenn en þá
eldri. Ástæðan er talin sú að yngri menn hafa meiri vöðva-
massa og þol en þeir eldri. Því dregur hraðar af þeim.
Nánar á www.vorespuls.dk
... að Ungmennafélag Hrunamanna er eitt af afkastamestu ung-
mennafélögunum þegar kemur að leiklist. Félagið var stofnað fyrir
92 árum og hefur á þeim árum sýnt hvorki meira né minna en 105
leikrit. (Mynd fengin af timarit.is)
Vissir þú ...