Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 38

Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 38
38 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 2291 árf ðregalgeps &nupílsrelg ,raggulg ,relG glerborg_logo_med_svortum_undirtexta_hrt_anramma_2014.pdf 1 13.10.2014 11:35:40 140 hestakonur halda risastóra sýningu í maí. Ágóðinn verður gefinn langveikum börnum „Þegar ég fór að halda námskeið í kvennatölti komst ég að því að því að ég var að laða eitt- hvað fram í konunum sem þær vissu ekki að þær byggju yfir. Það þarf kjark til að stjórna hesti og vilja til að læra eitthvað nýtt,“ segir tamningamaðurinn, leiðbeinandinn og hestakonan Ragnheiður Samúelsdóttir hjá Hestamannafélaginu Spretti. Ragnheiður hóf fyrir ári að stýra hópi hesta- kvenna í tölti, 80 konum hjá Hestamanna- félaginu Spretti í Kópavogi og 60 hjá Hesta- mannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Þann 1. maí mun allur hópurinn halda risastóra hestasýningu. Allur ágóði af sýningunni mun renna til Umhyggju, félags til stuðnings lang- veikum börnum. Ragnheiður segir tilurð kvennatöltsins byggja á keppnisnámskeiði sem hún hélt hjá Spretti. „Það voru svo margar konur sem komu á námskeiðið að ég steypti því saman við undirbúningsnámskeið fyrir töltkeppni. Ég lagði fyrir þær hugmyndir sem ég hafði og hópurinn varð til. Þetta er svolítið öðruvísi. Ég vel ekki í hópinn heldur koma allir á sínum eigin forsendum. Þetta á að vera uppbyggi- legt,“ segir Ragnheiður og bætir við að hún hafi komið sjálfri sér á óvart. Aðrar konur í hópnum segja það sama. „Þú þarft að hafa kjark til að stjórna hesti og vilja til að læra það. Síðan þarf að tileinka sér kjarkinn og þora að stíga inn á svæði sem þú hefur ekki kannað áður í hestamennsku,“ segir Ragnheiður. Ljóst sé að vinnan í hópn- um hafi svipt hulunni af hæfileikum sem margar konurnar vissu ekki að þær byggju yfir. Konurnar slaka á og hestarnir líka. Saman feta því bæði knapar og hestar áður óþekktar slóðir sem sýndar verða á hestasýningu Spretts í maí. „Þegar knapi og hestur slaka á og koma saman í jafnvægi þá losnar um spennu á milli þeirra. Þá verða allir glaðir, allt skemmtilegra og auðveldara. Þá eru líka allir tilbúnir til að læra eitthvað nýtt,“ segir Ragnheiður og bend- ir á að þetta sé í raun kennsluleið og tækni til að ná meiri árangri í gegnum umbun og gleði. Ragnheiður Samúelsdóttir: Það þarf kjark til að stjórna hesti

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.