Skinfaxi - 01.01.2017, Page 40
40 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Pallborðsumræður voru á ráðstefnunni föstu-
daginn 7. apríl. Í pallborði voru sex: Þrír full-
trúar frá VG; þeir Andrés Ingi Jónsson, Gísli
Garðarsson og Bjarni Jónsson. Þá voru þar
Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður
barna, Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Húnaþings vestra, og Auður Inga Þorsteins-
dóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
UNGT FÓLK LÆRIR HVERT AF ÖÐRU
Ekki var haft samráð við ungt fólk þegar ákveðið var að gera stórtækar breytingar
á menntakerfinu, stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár og taka í notkun nýtt
einkunnakerfi á samræmdum prófum í grunnskólum landsins. Ungt fólk vill
hafa eitthvað um málin að segja og óskar eftir því að fulltrúar ungmennaráða
fái að sitja fundi flestra nefnda innan sveitarfélaga.
Þetta er á meðal þess sem fram kom á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk
og lýðræði sem fram fór á Hótel Laugarbakka í Miðfirði dagana 5.–7. apríl sl.
Yfirskrift ráðstefnunnar var Ekki bara framtíðin – ungt fólk, leiðtogar nútímans.
Til ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði komu tæplega 100 ungmenni víða af
landinu frá ungmennaráðum félagasamtaka og sveitarfélaga. Þar ræddu full-
trúar ungmennaráðanna saman og gáfu hvert öðru ráð um það hvernig þau
geti komið málum sínum á framfæri. Í niðurstöðum könnunar á vegum Ung-
mennaráðs UMFÍ í lok ráðstefnunnar kom fram að öll ungmennin sem komu
töldu sig hafa lært eitthvað nýtt hvert af öðru.
Á ráðstefnuna mættu fulltrúar ungmennaráða frá Akranesi, Borgarnesi, Hólmavík, Hvammstanga, Búðardal, Fjallabyggð, Akureyri, Norðurþingi, Fljótsdalshéraði, Fjarðabyggð, Höfn í Hornafirði, Vík í Mýrdal, Árborg, Flóahreppi, Reykjavík, Hafnar-firði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Reykja-nesbæ og Garði ásamt fulltrúum ungmennaráða félagasamtaka.