Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI Öflugt ungt fólk með áhuga á samfélaginu 1. Áður en ég sótti um að fara í ungmennaráð UMFÍ hafði ég kynnst starfi ráðsins í gegnum ráðstefnuna Ungt fólk og lýð­ ræði ásamt því að mæta í um­ ræðupartý á vegum þess. Þar sá ég öflugan hóp ungmenna á rúm­ Ungmennaráð UMFÍ er mjög virkt og stendur fyrir mörgum viðburðum sem ætlað er að valdefla ungt fólk. Ungmennaráðið stendur meðal annars fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, umræðuviðburðum og mörgu fleiru. En hvers vegna vill ungt fólk setjast í ungmennaráð og hvað brennur helst á því? Hér svara nokkrir í ungmennaráði UMFÍ þeim spurningum. Spurningarnar: 1. Af hverju ákvaðst þú að sækja um setu í ungmennaráði UMFÍ? 2. Hvernig fannst þér að taka sæti og starfa með ungmennaráði UMFÍ? 3. Eitthvað sem kom þér á óvart? 4. Hvernig fannst þér að vinna að ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði? 5. Hvernig leggst næsta starfsár í þig? 6. Hvaða málefnum tengdum ungu fólki brennur þú helst fyrir? Guðrún Karen Valdimarsdóttir. 1. Ungmennafélagi ráðlagði mér að kynna mér málið og síðar sá ég auglýsingu fyrir ráðið. Sjálfur vissi ég afskaplega lítið um ung­ mennafélög. Ég ákvað samt að taka af skarið og prófa eitthvað nýtt. 2. Seta í ungmennaráði UMFÍ hefur veitt mér tækifæri til að vinna með fjölbreyttum hópi þar sem við höfum gert fjölbreytt og 1. Ég ákvað að sækja um í ung­ mennaráðinu því málefni ung­ menna skipta mig miklu máli og það að fólk hlusti líka á okkur. stór verkefni að veruleika. Ég legg mikið inn í reynslubank­ ann. Það á eftir að nýtast mér vel í lífinu. 3. Það kom mér helst á óvart hvað UMFÍ er í raun stórt og um­ fangsmikið. Ég hafði aldrei tek­ ið þátt í Landsmóti né öðrum við­ burðum á vegum UMFÍ. Núna, eftir að hafa unnið að verkefnum þeirra fékk ég heildarsýn yfir hvað þetta, eru miklir og áhuga­ verðir atburðir sem félagið stend­ ur að. 4. Ég er áreiðanlega einhver minnst pólitískt þenkjandi ein­ staklingurinn sem kom á ráð­ stefnuna Ungt fólk og lýðræði á þessu ári. Þrátt fyrir það var ráð­ stefnan alveg geðveik! Mig fannst mergjað hvað þessir jafn­ aldrar mínir vissu hrikalega mikið um hin og þessi málefni og sýndu mér að við unga fólkið eigum vissulega að taka virkan þátt í þessum málum. 5. Næsta starfsár leggst alveg hrikalega vel í mig. Þetta var Eiður Andri Guðlaugsson 2. Mér hefur fundist það mjög áhugavert og lærdómsríkt að fá að starfa í ungmennaráðinu og ég get ekki beðið eftir næsta starfsári. 3. Það kom mér helst á óvart hvað maður fær mörg tækifæri til þess að láta í sér heyra, bæði í ungmennaráðinu og utan þess. 4. Ég lærði mjög mikið á því að vinna að ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Það eitt að sjá hversu mikil vinna er lögð í svona ráð­ stefnu er ótrúlegt. Samt sá ég aðeins brot af því. Guðrún Karen Valdimarsdóttir um aldri með mikinn áhuga á samfélaginu. Í þessum hópi vildi ég starfa. 2. Það var virkilega gaman að taka sæti í ráðinu og hafa tæki­ færi til að vinna með ungu fólki við að skipuleggja meðal annars Ungt fólk og lýðræði. Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að sitja í ungmennaráði UMFÍ. 3. Það kom mér á óvart hvað við urðum öll strax miklir vinir þótt við værum ekki á sama aldri, alls staðar að af landinu og þekktumst ekki neitt. 4. Það var virkilega gaman að fá tækifæri til að skipuleggja svona stóra ráðstefnu sem er haldin ár­ lega. Að fá að skipuleggja um­ ræður, kynningar og hópefli fyr­ Sveinn Ægir Birgisson fyrsta árið mitt í ráðinu og því kem ég inn í það næsta með ör­ lítið meiri reynslu en áður. 6. Ég brenn fyrir máli sem hef­ ur held ég aldrei komið upp í umræðunni. Sé það svo fer það hljótt. Málið snýst um að bæta tónlistarskóla og tónlistar­ kennslu í grunnnámi, í grunn­ skólum en sérstaklega í fram­ haldsskólum landsins. En þar sem þetta er ekki í umræðunni eins og er, bið ég alla sem lesa þetta að skoða málið með opnum huga. 5. Fyrir mér er ekkert eitt málefni mikilvægara en annað. En það skiptir mig miklu máli að hvaða málefni sem það er, þá verða ungmenni að fá tækifæri að tjá sína skoðun og að mark sé tekið á henni. Eiður og Sveinn Ægir á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði með þeim Kolbrúnu og Elísabetu sem einnig eiga sæti í ráðinu. ir ráðstefnuna og sjá þetta verða að veruleika. 5. Ég hlakka til næsta starfsárs því að ég veit að það verður gaman hjá okkur. 6. Þau málefni sem brenna hvað mest á mér eru að ungt fólk sjái framtíð sína fyrir sér á Íslandi og í nærumhverfi sínu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.