Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI Efnisyfirlit 16–17 Landsmótið hefur góð áhrif á Sauðárkrók. 8 Öflugt ungt fólk með áhuga á samfélaginu. 22 Stúkan á Grenivík sameinar bæjarbúa. 36 Hafa mætt á Unglingalands- mót UMFÍ 12 ár í röð. 10 Hvaða breytingum kallar ungt fólk eftir? 13 Skyndiákvörðun sem breytti lífi Tómasar. 40–41 Skipta styrktarfé með nýjum hætti. 14–15 Mót UMFÍ hafa góð áhrif á bæjarfélög. 18 Landsmótið – sannkölluð íþróttaveisla. 6 Fjárveitingar háðar því að félögin vinni eftir siðareglum. 24 Skiptir málið að hitta fólkið – Guðríður Aadnegard, HSK. 26–29 Leikur á grunnskólamóti UMSK í blaki. 30 Blakarar drífa sig í ringó – Sigríður Bjarnadóttir, Glóð. 32 Erlent samstarf UMFÍ. 34–35 Sjáumst á Unglinga- landsmótinu í Þorlákshöfn. 40 Skipta styrktarfé með nýjum hætti. 42 Forkólfar miðla þekkingu á hreyfingu. 47 Mamma er fyrirmyndin mín í hreyfingu. 48–49 Samvinnan er lykill að endurreisn HSH. Leiðari LANDSMÓT UMFÍ … Þegar ég heyri þessi orð fæ ég fiðr ing í úti legu genin. Ég fór fyrst á Lands- mót á Akureyri 1981 og hef fyrir löngu misst töluna á því hversu mörg þau hafa orðið eftir það. Rík hefð hefur skapast fyrir því í fjölskyld- unni að við sækjum mótin saman. Við skellum útilegudótinu í bílinn eða hengjum fellihýsið aftan í hann og brunum landshorna á milli. Unglingalandsmótin hafa verið sérstaklega sterk hjá okkur og við förum alltaf saman. Börnin mín hafa öll verið keppendur á Unglinga- landsmótum allt frá því að fyrsta mótið var haldið á Dalvík árið 1992. Nú eru þau komin yfir keppnis- aldur, barnabörnin hafa tekið við af þeim og nú förum við öll á mótin. Landsmótin og Unglingalandsmótin eru stór skemmtilegar fjöl skylduútilegur og alltaf bætast frænkur og frændur í hóp þátt takenda. Á tjald svæði Unglinga- landsmótsins í fyrrasumar vor um við sextán úr fjölskyldunni. Þegar UMFÍ bætti í mótaflóruna og byrjaði með Landsmót UMFÍ 50+ árið 2011 hittust líka fleiri úr fjölskyldunni. Ég er svo heppin að hafa öðlast keppnisrétt þar. Hópurinn úr fjölskyldunni, sem getur tekið þátt í mót um UMFÍ, stækkar sífellt. Við verðum æ fleiri sem förum saman á Landsmót. Þótt á Lands - mótum UMFÍ 50+ sé keppnisaldurinn miðaður við þá sem komnir eru yfir miðj an aldur er margt skemmti legt í boði fyrir alla. Oft eru grein ar fyrir fólk á öllum aldri sem gera mótin að frábærri skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Í sumar verður aldeilis nóg um að vera fyrir allar svona landsmótssjúkar fjölskyldur. Á Lands- mótinu á Sauðárkróki nú í júlí getur öll fjölskyld- an fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði í keppni og leik. Þá verður líka stórskemmtilegt þegar við för - um á Ung lingalandsmótið í Þorlákshöfn um versl - unarmannahelgina. Nú er bara um að gera að taka fellihýsið og annað úti legu dót fram. Þetta verður skemmtilegt sumar. Sjáumst á Sauðárkróki 12.–15. júlí og svo aftur í Þor láks höfn um verslunar- mannahelgina 2.–5. ágúst. Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi í stjórn UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.