Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI SJÁUMST Á UNGLINGALANDSMÓTI UMFÍ Í ÞORLÁKSHÖFN 21. Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelg- ina 2.–5. ágúst nk. Að þessu sinni fer mótið fram spotta- korn frá höfuðborginni, í Þor- lákshöfn. Mótshaldarar eru Hér- aðssambandið Skarphéðinn (HSK), Sveitarfélagið Ölfus og Ungmennafélag Íslands. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldr- inum 11–18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjöl- breytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. Mótið er því sannkölluð fjölskylduhátíð. Ekki er skilyrði að vera skráður í ungmenna- eða íþróttafélag til þess að taka þátt. Fjölbreytt dagskrá og afþreying Þétt dagskrá er alla mótsdag- ana og skemmtun á kvöldin þar sem margt af þekktasta tónlist- arfólki landsins kemur fram. Þegar hafa boðað komu sína Jói Pé og Króli, Herra Hnetu- smjör og Flóni, Jón Jónsson og hljómsveitin Between Moun- tains, Young Karin, Míó Tríó, DJ Dóra Júlía og fleiri. Hin lands- þekkta Lúðrasveit Þorlákshafn- ar kemur að sjálfsögðu fram á mótinu. Í ár er boðið upp á yfir 20 keppnisgreinar. Má þar t.d. nefna knattspyrnu, körfubolta og frjálsar íþróttir. Margar nýj- ungar eru líka kynntar til leiks í Þorlákshöfn. Fullt af spennandi greinum „Það er meiri fjölbreytni á Ungl- ingalandsmótinu nú en nokkru sinni áður og það veitir öllum þátttakendum tækifæri til að prófa fullt af spennandi grein- um. Á meðal nýjunganna, sem kynntar verða til leiks, eru grein- ar sem gera allri fjölskyldunni kleift að taka þátt og keppa saman,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ. Á meðal nýrra greina nú er keppni í dorgveiði og sand- kastalagerð. Keppni í köku- skreytingum er einnig á dag- skránni. Þetta verður í annað sinn sem keppt er í kökuskreyt- ingum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Fyrst var keppt í grein- inni á Egilsstöðum í fyrra og var hún með vinsælustu grein- unum. „Við sáum það á Egilsstöðum að þátttakendur á Unglinga- landsmótum vilja fjölbreytni og nýjungar. Við svörum að sjálf- sögðu því kalli,“ bætir Ómar Bragi við og segir greinarnar flestar til þess fallnar að vinir og vinkonur geti búið til lið saman. Allir geta skráð sig til leiks Skráningargjald á Unglinga- landsmót UMFÍ er 7.000 krón- ur og geta allir sem vilja skráð sig til leiks. Greiða þarf gjald- ið til að geta klárað skráningu. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en geta þó tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verk- efnum sem boðið er upp á. Skráning og greiðsla fer í gegnum greiðsluþjónustukerfið NORA. www.umfi.is Ítarlegri upplýsingar um mótið, dagskrána og skráninguna eru á slóðinni: www.ulm.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.