Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 15
SKINFAXI 15
ORKA NÁTTÚRUNNAR
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Það verður stöðugt auðveldara að keyra um landið á orku náttúrunnar, enda fjölgar hraðhleðslum ört við hringveginn.
Hraðhleðslur ON gera rafbílaeigendum kleift að ferðast á hreinum, innlendum orkugjafa hringinn í kring um Ísland.
Til hamingju rafbílaeigendur og til hamingju Íslendingar!
Við opnum hringinn
Fitjar Freysnes
Hvolsvöllur
Geysir
Minni Borg
Hveragerði
Þorlákshöfn
Búðardalur
Ísafjörður
Sauðárkrókur
Dalvík
Laugar
Vopnafjörður
Húsavík
Ólafsvík
Þingvellir
Flúðir
Vegamót
Akranes
Borgarnes (2)
Staðarskáli
Blönduós
Varmahlíð
Akureyri (2)
Mývatn
Egilsstaðir
Stöðvarfjörður
Djúpivogur
Reykjavík &
nágrenni ( 3)
Selfoss
Hellisheiði
Vík
Kirkjubæjar-
klaustur
Jökulsárlón
Raufarhöfn
Seljalandsfoss
Húsafell
Reykjavík &
nágrenni (7)
Skjöldólfsstaðir
Skorradalur (3)
Reykholt
Nesjahverfi
Ásbyrgi
Kópasker
Virkar hraðhleðslur Hraðhleðslur á áætlun 2018 Hleðslur
Hleðsla fyrir hendi.
Hraðhleðsla 2018.
Allir verða að
vera með
Þegar Vetrarólympíu- og Sam-
veldisleikarnir voru haldnir í
kanadísku borgunum Calgary og
Vancouver voru íbúar þar mót-
fallnir framkvæmdum og upp-
byggingu í kringum þá. Helsta
ástæðan var sú að almenningi
þótti ekki nægilega mikið gagn
í þeim íþróttamannvirkjum sem
reist voru og að betra hefði verið að eyða opinberu fé í annað.
Fram kemur í ritgerð Sindra að nauðsynlegt er fyrir bæjarfélög sem
halda mótin og ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir að sækjast
áfram eftir því að halda íþróttaviðburði. Með því sé hægt að nýta
þá innviði betur sem búið er að byggja upp og þá þarf ekki að
ráðast í eins miklar framkvæmdir fyrir önnur mót.
Framkvæmdir skila árangri
Aðstandendur stórra íþróttaviðburða úti í hinum stóra heimi og stjórn-
völd í viðkomandi ríkjum réttlæta þær fjárfestingar sem ráðist er með
þeim rökum að ef ekki hefði verið farið í þær þá þegar hefði það
þurft hvort eð væri á næstu árum. Þegar lá fyrir að Ólympíuleikarnir
yrðu haldnir í München í Þýskalandi árið 1972 var ráðist í upp-
stokkun á lestakerfi borgarinnar fyrir háar fjárhæðir. Brettar voru
upp ermar og verkinu lokið á sex árum í stað 10–15 sem það hefði
annars tekið. Framkvæmdirnar standa enn fyrir sínu því að lesta-
kerfið er í fínu standi og sinnir hlutverki sínu enn í dag. Svipað var
uppi á teningnum fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Þar var
alþjóðaflugvöllurinn í borginni stækkaður fyrir leikana. Þetta hefur
skilað því að flugvöllurinn hefur
stokkið úr því að vera í þrítug-
asta sæti yfir mest sóttu flugvelli
í heiminum í það áttunda.
Íþróttaferða-
mennska
Unglingalandsmót UMFÍ flokkast
til íþróttaviðburðaferðamennsku
(e. sport event tourism). Sindri
segir slíka viðburði orðna fjöl-
marga á Íslandi. Þar á meðal eru Reykjavíkurmaraþonið, Rey Cup,
alþjóðleg knattspyrnuhátíð fyrir yngri flokka í lok júlí, Reykjavik
International Games í janúar. Shell-mótið í Vestmannaeyjum, Pæju-
mótið í Kópavogi, N1-mótið á Akureyri, Landsmót hestamanna sem
haldið er annað hvert ár – og Landsmót UMFÍ í gegnum tíðina.
Hvað er íþróttaferðamaður?
Íþróttaferðamaður (e. sport tourist) er sá sem tekur þátt í íþróttum á
meðan á fríi hans stendur. Þetta geta verið golf- og skíðaferðir, nýt-
ing íþróttaaðstöðu á áfangastað og ferðalag þar sem ferðamaður-
inn tekur þátt í óformlegum íþróttaviðburðum eins og strandblaks-
keppni á strönd.
Sindri segir í ritgerðinni að íþróttaferðamönnum sé að fjölga
mikið. Talið sé að 10% af heildartekjum ferðaþjónustu í heiminum
árið 2012 hafi verið vegna íþróttaferðamanna. Búist er við að hlut-
fallið aukist í framtíðinni og og að upphæðir tengdar íþróttaferða-
mennsku hækki að sama skapi. Í talnabæklingi Ferðamálastofu,
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, sem kom út í júní 2017, kemur
fram að tekjur af erlendum ferða-
mönnun innan lands hafi numið
359,7 milljörðum króna árið
2016. Ekki er komið inn á
íþróttaferðir í talnabæklingnum.
Miðað við mat Sindra má ætla
að tekjur af íþróttaferðamennsku
geti numið 35,9 milljörðum
króna á ári.