Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 49

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 49
 SKINFAXI 49 Brimborg býður 500 mismunandi gerðir fólksbíla og atvinnubíla frá fimm heimsþekktum bílaframleiðendum. Komdu í Brimborg og skoðaðu úrvalið! brimborg styrkir landsmót umfí Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 • Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 • Sími 515 7050 KS er þjónustuaðili Brimborgar á Sauðárkróki brimborg.is Brimborg styrktarauglýsing UMFÍ A5 20180629.indd 1 29/06/2018 13:50 Að íþróttadögunum koma líka golfklúbbar, hestamannafélög, skotfélög og fleiri aðildarfélög HSH. Laufey segir þetta tilraunaverkefni hafa tekist afar vel og stefnir á að endurtaka leikinn á næsta ári. „Undirtektirnar hafa verið mjög fínar, íþróttadagarnir hafa verið vel sóttir enda mikið lagt í suma þeirra eins á knattspyrnudeginum í Ólafsvík. Á næsta ári verður komin mynd á verkefnið sem félögin geta byggt á,“ segir hún og er mjög spennt fyrir íþróttadögunum á næsta ári. Fjöldi iðkenda: 3.113 við árslok 2017 Aðildarfélög: 13 • Umf. Eldborg • Umf. Staðarsveitar • Íþróttafélag Miklaholtshrepps • Íþróttadeild Snæfellsnes • Umf. Snæfell • Golfklúbburinn Mostri • Umf. Grundarfjarðar • Golfklúbburinn Vestarr • Umf. Víkingur • Umf. Reynir • Golfklúbburinn Jökull • Skotfélag Snæfellsness • Golfklúbbur Staðarsveitar Nokkrir íþróttadagar HSH • Íþróttadagar á Snæfellsnesi 2018 • Opið hús hjá Skotfélagi Snæfellsness • Blakdagur hjá UMFG í Grundarfirði • Umf. Snæfell með körfuboltadag í Stykkishólmi • Hestamannafélagið Snæfellingur með mót í Grundarfirði • UMFG/Víkingur/Reynir með knattspyrnudag í Snæfellsbæ • Umf. Staðarsveitar með íþróttaleika á Lýsuhóli, sömu greinar og keppt er í á Unglingalandsmóti • Golfklúbbur með uppákomur á golfvöllum innan sambandsins í sumar. Ætla að fá fleiri með Laufey segir fleira í gangi hjá HSH og er íþróttadagurinn hugsað­ ur sem tæki á þeirri vegferð. „Við viljum endurvekja Unglingalands­ mótið í hugum félagsmanna innan HSH. Við erum bjartsýn á að það takist og að við náum góðri þátttöku á mótið nú í Þorlákshöfn.“ Laufey segir íþróttadagana nýtast mjög vel til þess að kynna grein­ ar sem keppt er í á mótinu. Íþróttadagarnir séu ókeypis, þeir höfði til allrar fjölskyldunnar og njóti vinsælda hjá börnum og ungmenn­ um. Það geti svo leitt til fjölgunar iðkenda og sterkara héraðssam­ bands.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.