Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 41
 SKINFAXI 41 Þórarinn Hannesson flutti til Siglufjarðar árið 1994 og er íþróttakennari við grunnskól­ ann. Hann segir miklar breyt­ ingar hafa orðið á samfélaginu í gegnum tíðina. „Við stofnuðum Ungmenna­ félagið Glóa haustið eftir að ég kom hingað til að auka fjöl­ breytni í íþróttalífinu. Eftir sam­ einingu við Ólafsfjörð í sveitar­ félag Fjallabyggðar hefur verið tvennt af öllu. Tvö skíðafélög, tvö hestamannafélög og tveir golfklúbbar ásamt fleiri félög­ um. Það eina sem breyttist er að Leiftri og Knattspyrnufélag Siglufjarðar sameinuðust í Knattspyrnufélagi Fjallabyggð­ ar (KF). Ungmennafélagið Glói er hins vegar eina félagið í sveit­ arfélaginu sem er fjölgreina­ félag,“ segir hann. Þórarinn segir fólki hafa fækk­ að nokkuð stöðugt í sveitarfélag­ inu og setji það hömlur á þá fjöl­ breytni sem hægt er að bjóða upp á í skipulögðu íþrótta­ og tómstundastarfi. Hann tekur sem dæmi að árið 1994 voru 340 börn í grunnskóla Siglufjarðar. Nú eru 200 nemendur á grunn­ skólaaldri í sameinuðum skóla. Þar af eru 120 á Siglufirði. „Það er í raun ótrúlegt hvað við getum boðið upp á fjölbreytt íþrótta­ starf með ekki fleiri íbúa,“ segir hann. Fjölbreytni í íþróttalífi bæjarins jókst Vægi ÁÐUR NÚNA Fjöldi iðkenda: 25% 0% Umfang félaga (Æfingatími, mótahald og fleira): 65% 90% Grunnstyrkur: 10% 10% „Þetta munaði um hundrað þúsund krónum á milli ára. Við erum með íþróttaskóla fyrir yngstu krakkana, fimleikaæfing­ ar og íþróttaskóla einu sinni í viku sem er lítið miðað við aðra sem eru með íþróttaskóla fjórum sinnum í viku. Fólk sá auðvitað að þótt ég bæri upp tillöguna vorum við ekki að græða neitt á breytingunni. Ég held reyndar að það hafi skipt máli um það hversu vel fólk tók í hana,” segir Þórarinn og er þrátt fyrir þetta enn sannfærður um að breyting­ in á útdeilingu fjármunanna hvetji til fjölbreytni í rekstri aðildarfélaga UÍF. Breytingin skipti nær engu máli fyrir flest félög. Knattspyrnufélag Fjal­ labyggðar og álíka umfangs­ mikil félög fengu um 100 þúsund krónum meira en áður. „Ég var búinn að gefa mér fyrirfram að minni félögin myndu græða meira á þessu. Svo reyndist ekki vera. En ég er samt sannfærður um að þessi regla sýni betur umfang aðildar­ félaganna og sé bæði sanngjarn­ ari og réttlátari en áður var,“ seg­ ir hann.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.