Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 10
10 SKINFAXI „Ég er ekki vön tjaldútilegum en lét mig hafa það á Sauð árkróki. Þetta Landsmót var frábært. Guð, þetta var svo skemmtilegt mót! Ég vona að það verði aftur á næsta ári,“ segir Silja Ívars dóttir. Hún var komin á tjaldsvæðið á Nöfun um á Sauð árkróki á fimmtu- degi og var þar í tjaldi alla helgina ásamt vinkonum sín um. Vin - kvennahópur hennar og makar þeirrra voru skráð til keppni í brennibolta. Margt var á dagskrá Landsmótsins og því prófaði hópurinn alls konar íþróttagreinar. Silja var í leikhópnum Brennóbombur en hann sam anstendur af fjórum kvenna liðum og einu liði karla úr hópi maka. Kvennalið Brennóbomba röðuðu sér í efstu sæti í keppni í brenni bolta en karl arnir fylgdu þar á eftir. Silja segir hópinn hafa ver ið rúmlega 30 manns, um 24 konur og fullt af mökum. Ekki kepptu allir því að sum ar voru óléttar en Það fór vel um þær Hröbbu, Maggý og Silju á tjaldsvæðinu á Sauðárkróki áður en leikar hófust. GUÐ, ÞETTA VAR SVO SKEMMTILEGT MÓT! Silja Ívarsdóttir mætti ásamt vinahópi sínum í brenniboltaliðinu Brennóbombunum á Landsmótið í sumar. Þær skiptu í nokkur lið og prófuðu helling af alls konar íþróttagreinum. aðrar slas aðar. Þær sem kepptu ekki fylgdust með eða dæmdu. Allir í liðinu prófuðu aðrar greinar, líka mak arnir. „Við ætluðum að keppa í frjálsum og fleiri greinum en höfðum ekki skráð okkur og svo voru nokkrar skemmti leg ar greinar sem voru aðeins fyrir 50 ára og eldri. Við prófuðum líka margar greinar eins og fótbolta 3:3, körfu bolta og fleira. Aðrir kepptu líka í hjólreiðum og götuhjólreiðum. Rúsínan í pylsuend anum var svo Palla ballið á laugardagskvöldinu. „Þetta var alveg frábær helgi. Tjaldsvæðið var líka mjög vel skipulagt. Við feng um pláss fyrir tjöldin öll sam an hlið við hlið og því var mjög góð stemning í hópn um þar, bæði áður en við kepptum, á meðan og þeg ar við fórum á Pallaballið. Við ætlum pottþétt að mæta næst þegar það verður haldið en vera bet ur skipulagðar,“ segir Silja.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.