Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2018, Side 11

Skinfaxi - 01.03.2018, Side 11
 SKINFAXI 11 Brennibolti æfður úti um allt Brennibolti er íþrótt sem margir fullorðnir stunduðu í leikfimi í barnæsku. Íþróttin hefur vaxið mikið síðustu árin og æfa nú full- orðnir brennibolta víða um land. Virkir brennóhópar hittast reglu- lega í Kópavogi, Hafnarfirði, Grindavík, á Blönduósi og Sauðár- króki. Brennóbomburnar æfar tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi yfir veturinn og eru með eina opna æfingu á mánuði fyrir bæði kynin. Æfingarnar eru ætlaðar konum 18 ára og eldri. Á Facebook-síðu hópsins segir að allar konur séu velkomnar. Viðkomandi þurfi ekkert að kunna, þeim sé kennt sem komi í fyrsta sinn. Hægt er að prófa áður en ákveðið er að halda áfram. Upplýsingar um alla brennóhópana má finna á Facebook. Það er rík ástæða fyrir því að aldurstakmörk eru í brenni bolta. Skot frá fullorðnum andstæðingum geta nefnilega verið hörð. Þrátt fyrir hörkuna er brennibolti stórskemmtilegur og hlakkar Silja mikið til að keppa aftur í greininni á næsta Landsmóti. Nokkrir makar komu með Brennóbombunum og kepptu í ýmsum greinum. Þeir voru að sjálfsögðu vel merktir í bak og fyrir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Viltu halda árangursríkan fund? Einn þáttur í starfi stjórnenda er fundir, hvort heldur sem þeir eru fámennir eða fjölmennir. Fundir eru nauðsynlegir til að skiptast á upplýsingum og leysa vandamál. Til að nýta tíma allra fundarmanna sem best er mikilvægt að gera allt í valdi fundarstjóra til að fundurinn verði sem árangursríkastur. Til að svo verði þarf að stjórna fundunum vel. Vondur fundur Til að gera fundi að hreinni tímasóun er best að undirbúa þá ekki neitt. Senda ekki út nægilegar upplýsingar. Búa ekki til fundardagskrá. Stjórna ekki umræðunni og skrá alls ekki niður ákvarðanir og niðurstöður sem teknar eru á fundinum. Góður fundur Þetta er gott að hafa í huga til að halda árangursríkan fund. • Skipulegðu fundinn fyrirfram. • Undirbúðu dagskrá fundarins. • Haltu þig við fimm meginatriði. • Láttu væntanlega fundarmenn vita um allt sem skiptir máli. • Stjórnaðu umræðunni. • Skráðu allar ákvarðanir og niðurstöður sem fram koma.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.