Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2018, Síða 14

Skinfaxi - 01.03.2018, Síða 14
14 SKINFAXI S veitarfélög á Íslandi greiða að meðaltali 16.000 krónur fyrir hvern íbúa í stuðningi sínum við íþróttastarf innan við - komandi sveitarfélags. Stuðningurinn getur verið beinn styrkur til félaganna, innri leiga eða aðstöðustyrkur en líka getur hann verið beint framlag til viðkomandi íþróttahéraðs, héraðssambands á svæðinu eða sambandsaðila UMFÍ sem greiðir starfið niður með einum eða öðrum hætti. Í mörgum tilvikum kemur stuðningurinn til viðbótar við frístundastyrki sem veittir eru í mörgum sveitarfélögum. Talsverður munur er á milli sveitarfélaga í því hversu háar fjárhæð- ir eru lagðar í íþróttastarfið. Algengar upphæðir að meðaltali á íbúa eru á milli 18–25 þúsund króna. Í nokkrum tilvikum eru upphæðirnar talsvert lægri en í öðrum ívið hærri. Sem dæmi nemur stuðningur Garðabæjar við Stjörnuna og Ungmennafélag Álftaness tæpum 25.000 krónum á íbúa á þessu ári. Hins vegar nemur stuðningur sveitar- félagsins Árborgar við hvern íbúa að meðaltali rúmum 51.000 kr. Á sama hátt er ekki samræmi á milli sveitarfélaga í því hvort þau greiði frístundastyrki eða niðurgreiði íþróttastarf barna- og ungmenna og annarra íbúa með einum eða öðrum hætti. Þrátt fyr ir að sum sveit ar- fé lög greiði ekki beint niður íþrótt ir, tón list ar nám eða aðra tóm stunda- iðkun barna er mál um sums staðar þannig fyr ir komið að æf ingagjöld eru lægri þar en almennt gerist. Einnig ber að benda á að all flest sveit ar fé lög koma til móts við börn tekju lágra for eldra, þó að ekki sé Hver er stuðningur sveitarfélagsins við íþróttafélagið þitt? um að ræða niður greiðslur fyr ir öll börn. Að auki styrkja sum sveit ar- fé lög starf semi íþrótta fé laga eða annarra aðila sem skipu leggja tóm- stund ir fyr ir börn og það skil ar sér í lægri æf inga gjöldum. Ekki er ætlunin að fjalla ítarlega um fjárstuðning hér eða greina tölurnar sérstaklega. Markmiðið með þessari samantekt er öðru fremur að taka upplýsingarnar saman og skoða hvort mögulegt sé að draga upp mynd af stuðningi sveitarfélaganna við íþróttastarfið á landinu. Samanburður er ógerningur enda stuðningur sveitarfélaganna við íþróttastarf og íþróttafélög of ólíkur. Engin ein eða samræmd leið er farin í stuðningi við starfið. Við lestur og samanburð upplýsinganna þarf jafnframt að hafa í huga að óvenju lágar upphæðir í einhverjum tilvikum geta átt sér skýringu í því að viðkomandi sveitarfélag greiði frístundastyrki (misháa) eða hafi ekki sent allar upplýsingar í svari sínu við fyrirspurninni. Ítarlega töflu og upplýsingar um greiðslurnar, fjölda íbúa í sveitar- félögunum og fleira má finna á www.umfi.is. Svona var könnunin gerð UMFÍ sendi fyrirspurn í tölvupósti á tengiliði til flestra sveitar- félaga landsins. Af þeim 72 sveitarfélögum sem eru á landinu og fyrirspurn var send til til bárust svör frá 30. Ef svör bárust seint var ítrekun send til sveitarfélaganna. Taka verður fram að svörin voru oft á tíðum mjög ítarleg og vel útfærð. Hafa ber í huga að svör frá Sandgerði og Garði bárust áður en sveitar- félögin sameinuðust. Afar mis jafnt er hversu mikið eða hvort sveit ar fé lög greiða niður æf inga gjöld barna og ung menna. Einnig all ur gang ur á því yfir hvaða ald urs bil slík ar niður greiðslur ná. Þess ir styrk ir geta numið allt að 61.200 kr. á ári og ljóst að um veru lega bú bót er að ræða fyr ir barna fjöl skyld ur. Styrkj um af þessu tagi er ætlað að stuðla að því að sem flest börn og ung ling ar geti tekið þátt í frí stund a starfi, óháð efna- hag for eldr anna.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.