Skinfaxi - 01.03.2018, Page 24
24 SKINFAXI
Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Þorlákshöfn um verslunarmanna-
helgina 2.–5. ágúst. Þetta var í 21. sinn sem mótið er haldið. Mótið
hefur verið haldið á Vesturlandi, Norðurlandi, Austurlandi og SA-
landi síðastliðin fimm ár og ekki jafn nálægt höfuðborgarsvæðinu
síðan það var haldið á Selfossi árið 2012.
Keppendur voru 1.279 talsins á aldrinum 11–18 ára og er það
nokkuð góð þátttaka í öllum greinum. Veðrið lék mótsgesti grátt á fyrsta
degi og varð því að fresta setningu mótsins um einn dag. Alla helgina,
að fyrsta mótsdegi undanskildum, var hins vegar brakandi blíða.
Jákvæðu fréttirnar eru þær að greinar eins og bogfimi voru færðar
út, bæði vegna þess hversu gott veðrið var en ekki síður vegna þess
hve margir voru skráðir til leiks.
Strandhandboltinn gríðarlega vinsæll
Frábærir sjálfboðaliðar
sem hafa lagt mikið á sig
„Þetta var æðislegur dagur. Þorlákshöfn var iðandi af lífi og
fjöri. Það var frábært að sjá heilu fjölskyldurnar saman að njóta
lífsins í sólinni á mótinu,“ sagði Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, þar sem hún ásamt Hauki Valtýssyni,
formanni UMFÍ, fylgdist með strandhandbolta, einni af nýju
vinsælu greinunum á Unglingalandsmótinu.
Auður sagðist vera í skýjunum með mótið. „Þetta er að mestu
leyti að þakka öllum frábæru sjálfboðaliðunum sem hafa lagt
mikið á sig til að gera gott mót ennþá betra.“
Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn