Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI
Þjálfari er einstaklingur
sem börn og ungmenni
líta mjög upp til. Það sem
þjálfari segir getur haft mikil
áhrif á iðkendur. Mikilvægt
er því fyrir þjálfara að vera
meðvitaða um hvað þeir segja
og hvernig þeir orða hlutina.
Hrós getur verið ofureinfalt
en að sama skapi öflugt í því
að bæta samskipti. Margar
ólíkar ástæður geta verið fyrir
því að gefa hrós. Hrósið þarf
samt að vera einlægt og sann-
færandi svo það skili sér til
þess sem hrósað er.
GÓÐ
RÁÐ
Þeir eru margir kostirnir sem
fylgja því að hrósa. Eitt hrós
getur breytt andrúmsloftinu í
einni svipan og að sama skapi
tilfinningu fólks fyrir öðrum.
Hrós getur líka styrkt sam -
bönd og samskipti, eflt sjálfs-
traustið og aukið það til muna.
Eins fylgir hrósi oftar en ekki
gleði og hamingja – bæði um
leið og það er veitt og það er
móttekið. Væmið? Kannski. En
það er satt!
Alls konar hrós
Sum okkar eigum það til að
festast í ákveðnum hrósyrðum.
Til að byrja með geta þau verið
jákvæð. En með tímanum er
hætt við að þau verði ofnotuð
og þá missa þau marks.
Dæmi um slíkt hrós er:
Flott, vel gert, dugleg/ur.
Hrós þarf að vera nákvæmt
og við hæfi, eiga við stund og
stað svo að sá sem hrósað er
viti hvað er verið að hrósa fyrir.
Dæmi: Þetta var góður snún-
ingur. Flott hávörn. Gott hvað
þú réttir vel úr ristinni. Þetta var
frábær sending!
Hér er verið að hrósa fyrir
ákveðið atvik eða atriði. Sá sem
fær hrósið veit upp á hár hvað
er verið að hrósa fyrir.
Gott er fyrir þjálfara að hafa
í huga að hrósa ekki aðeins
fyrir sigra eða afrek. Þau eru
nefnilega svo ótal mörg tæki-
færin sem gefast til þess að
gefa hrós þótt viðkomandi sé
ekki í sigurliðinu, hafi ekki bætt
tíma sinn eða skorað mörg stig.
Það má alltaf finna eitthvað
jákvætt og uppbyggilegt til
þess að koma á framfæri við
iðkendur. Eitt af hlutverkum
þjálfara er að koma auga á
þessi atriði og benda á þau.
UMFÍ hvetur þjálfara,
starfsfólk og foreldra/
forráðamenn að vera
jákvæðar fyrirmyndir
og uppbyggileg í
samskiptum við börn
og ungmenni. Það
læra börnin sem fyrir
þeim er haft.
HVERNIG
HRÓSAR
ÞÚ?