Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 31
 SKINFAXI 31 „Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir upplifa. En við teljum að svefn sé mjög góður gegn kvíða og það er okkar ráð að ungmenni sofi meira og betur,” segir Alma D. Möller landlæknir. Niðurstöður könnunar Rann- sóknar og greiningar benda til að ungmenni finni til meiri kvíða en áður. Kvíði hjá stúlkum hefur aukist sérstaklega mikið. Kvíð- inn er talinn tengjast mikilli notkun samfélagsmiðla og litl- um svefni en samtímis því að kvíði hefur aukist sofa 40% ung- menna minna en sjö klukku- stundir á hverri nóttu. Embætti landlæknis hefur mælt fyrir því að ungmenni sofi í níu klukkustundir á hverjum sólarhring eða tveimur klukku- stundum lengur en sumir ungl- ingar sofa. Fram kom á blaðamanna- fundi forvarnadagsins í byrjun október að sumt ungt fólk þurfi að taka nauðsynleg lyf til að takast á við kvíða. Alma segir kvíða eðlilegan þegar tekist er á við nýjar eða ófyrirséðar að- stæður og mælir með því að ungt fólk, sem finni til kvíða, nýti sér bjargráð eins og góðan svefn, hugleiðslu eða samtal við vin eða foreldra til að tak- ast á við tilfinninguna. Gangi það ekki mælir hún með því að leita til sérfræðings, sál- fræðings, náms- eða félags- ráðgjafa eða hjúkrunarfræð- ings í stað þess að leita í lyf- seðilsskyld lyf sem jafningjar mæli með í stað sérfræðinga. „Ég ráðlegg fullorðnum að passa svefn barna sinna og leita til fagaðila verði kvíðinn hamlandi,” segir landlæknir. Alma D. Möller landlæknir með þeim Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Margréti Sigfúsdóttur, skólastjóra Réttarholts- skóla, en þar var blaðamannafundur um forvarnadaginn haldinn. Gott að sofa meira Árið 2016 sváfu rúmlega 38% pilta og 43% stúlkna um sjö klukkustundir eða minna á hverri nóttu. FORVARNADAGURINN PILTAR 38% STÚLKUR 43% EINKENNI KVÍÐA FRÁ 2003 TIL 2016. MEÐALTAL FYRIR STÚLKUR OG PILTA Í 9. OG 10. BEKK Stúlkur Piltar 3,4% 1,6%

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.