Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2018, Side 33

Skinfaxi - 01.03.2018, Side 33
 SKINFAXI 33 „Ég taldi mjög brýnt að bregðast skjótt við þegar íþróttakonur stigu fram með sögur sínar síðastliðinn vetur. Samfélagið gengur nú gegnum mjög mikilvæga vitundarvakn- ingu um málefni sem tengjast kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun. Starfshópurinn var síðan skipaður með breiðri aðkomu fólks í íþrótta- og æskulýðsstarfi og hlut- verk hans var að koma með tillögur um viðbrögð og aðgerðir í þessum viðkvæmu málum. Stór hluti íþróttaiðkenda er börn og ungmenni og sumir þeirra, sem að þessu starfi koma, eru sjálfboðaliðar – því geta þolendur og gerendur verið í afar ójafnri stöðu þegar erfið mál koma upp. Því er mikilvægt að við tryggjum sem best öryggi allra og að til séu skýrir ferlar um hvernig fara eigi með álitamál,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra. Lilja segir íþróttastarf á Íslandi vera að mörgu leyti til fyrirmyndar. Alltaf megi þó gera betur. „Markmið okkar er og verður að íþrótta- og æskulýðsstarf sé öruggt umhverfi þar sem börn, unglingar og fullorðnir, óháð kyni eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða tómstundir í öruggu umhverfi.“ Lilja bendir á að öryggi iðkenda og ann- arra þátttakenda hafi verið sett í önd- vegi við alla vinnu starfshópsins sem taldi mikilvægt að tillögurnar næðu ekki aðeins til íþróttastarfs heldur einnig til æskulýðs- starfs utan skóla. Því er einnig fjallað um eineltis- og jafnréttismál í tillögum hans. „Starfshópurinn skilaði okkur afar grein- argóðu yfirliti og gagnlegum tillögum sem við vinnum áfram með. Eitt stærsta skref- ið þar er tillaga um tímabundið starf sam- skiptafulltrúa íþrótta- og æskulýðshreyfing- arinnar en ég ráðgeri að leggja fram frumvarp um það mál síðar í vetur. Slíkur samskiptafulltrúi myndi veita ráðgjöf og leiðsögn og taka við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og koma þeim í réttan farveg. Hlutverk hans væri einnig að leiðbeina um gerð siðareglna og við- bragðsáætlana og sinna upplýsingagjöf og fræðslu um þessi mál,“ segir hún að lokum. Lilja Alfreðsdóttir: Mikilvægt að bregðast við ofbeldinu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.