Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 36
36 SKINFAXI
„Einu sinni var það þannig að
við vissum lítið um afleiðingar
reykinga. Núna vitum við lítið
um afleiðingar af því að nota
rafrettur. Það tekur tíma að
rannsaka langtíma áhrif en á
meðan hefur tíðni notkunar raf-
rettna meðal ungmenna aukist,“
segir Sigríður Kristín Hrafnkels-
dóttir, verk efnastjóri for varna-
dagsins hjá embætti land-
læknis.
Rafrettur voru efstar á baugi
á forvarnadeginum í byrjun
október. Notkun þeirra hefur
aukist mikið á meðal unglinga
síðustu árin, þó allra mest á
síðast liðnum tveimur árum. Um-
ræðunni og rökum fyrir notkun
þeirra má skipta í tvennt: Ann-
ars vegar að þær séu leið til að
aðstoða fólk við að hætta að
reykja. Hins vegar notar æ
fleira ungt fólk rafrettur í meiri
mæli sem hugs anlegt er að sé
HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ HVAÐ MÖRG
UNGMENNI NOTA RAFRETTUR
ekki að hætta að reykja, ef við
miðum við tíðni reykinga meðal
þess hóps. Embætti landlæknis
hefur greint frá því að sú notk un
valdi áhyggjum þar sem ekki
er vitað um áhrif notkun arinnar
á heilsu til lengri tíma og hvort
hún geti leitt til ann arrar tóbaks-
notkunar síðar á ævinni.
Rafrettur eru tiltölulega nýjar
af nálinni. Þær komu fyrst á
markað í Kína árið 2004 og
notkun þeirra hefur aukist mikið
á þeim 14 árum sem liðin eru
frá því að þær litu dagsins ljós.
Spurt var um raf rettunotkun í
könnunum Rann sóknar og grein-
ingar í fyrsta sinn árið 2015.
Þar kom fram að tæplega 17%
nemenda í 10. bekk höfðu not-
að rafrett ur og 14,9% reykt
tóbak. Í síðustu könnun hafði
dregið nokkuð úr tóbaksreyking-
um. Rafrettunotkun hafði hins
veg ar stóraukist og höfðu
40,7% nemenda í viðkomandi
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri forvarnadagsins hjá
embætti landlæknis.
bekk notað rafrettur einhvern
tíma, þar af 10,2% daglega.
Nemendur í 10. bekk grunn-
skóla voru 4.117 talsins í lok
árs 2017, samkvæmt upplýs-
ingum Hagstof unnar. Miðað
við upplýsing arnar hér að
framan hafa um það bil 1.676
ungmenni í 10. bekk notað
rafrettur ein hvern tíma. Þar af
nota um það bil 420 einstakl-
ingar raf rettur daglega.
Sigríður segir þessa auknu
notkun á rafrettum valda
áhyggjum þar sem ekki sé vit-
að um áhrif hennar á heilsu til
lengri tíma og hvort hún muni
leiða til annarrar tóbaksnotkun-
ar.
„Þegar rafrettur komu fyrst
á markað var litið til þeirrar
lausnar sem jákvæðan valkost
fyrir þá sem vildu venja sig af
sígarettureykingum. Þeir sem
Nýjar upplýsingar benda til að mörgum
sinnum fleiri ungmenni noti nú rafrettur en
áður. Verkefnastjóri forvarnadagsins segir
markaðinn búa til nýjar áskoranir sem
þörf sé á að takast á við. Framtíðin sé undir
samtakamætti innan samfélagsins komin.