Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 37
SKINFAXI 37
2015 2017
16,0%
40,7%
2016 2018
8,7%
22,5%
REYKINGAR MEÐAL NEMENDA Í 10. BEKK
Hafa notað rafrettu Nota rafrettu daglega
vinna að tóbaksfor vörnum
spyrja sig hvort notk un á raf-
rettum kunni hugsanlega að
leiða til sígarettureykinga síðar
meir. Einhverjar rannsóknir hafa
bent til þess en þörf er á meiri
rannsókn um hvað þetta varðar,“
segir Sigríður og bætir við að
ljóst sé að forvarnir og átak í
tóbaksvörnum hafi skilað góð-
um árangri. Það sé ánægjulegt.
„Markaðurinn er oft skrefi á
undan okkur sem sinnum for-
vörnum. Þegar kemur að heilsu
fólks og áhrifum á þriðja aðila
þá er það skoðun mín að frjáls
markaður sé ekki besta lausnin.
Það er vissu lega okkar, foreldra
og ann arra, að velja, en mark-
aður inn getur haft mikil áhrif á
heilsuhegðun. Við þurfum að
ákveða hvernig samfélag við
ætlum að vera og vinna saman,
stjórnvöld, bæjaryfirvöld, gras-
rót og almenningur,“ seg ir hún.
Að lokum vill Sigríður benda á
að ungt fólk á Íslandi sé til
fyrirmyndar og langstærsti hluti
þess velji heilbrigðan lífsstíl.
Það þýðir þó ekki að við getum
leyft okkur að slaka á eftirliti
með áhættuþáttum. Við verðum
að hafa það í huga að geta
tekið á nýjum veruleika áður
en vandinn verður of stór.
FORVARNADAGURINN var haldinn 3. október síðastliðinn.
Hann er haldinná hverju hausti í flestum skólum landsins og er honum sérstaklega
beint að unglingum í 9. bekk grunnskóla. Margir framhaldsskólar taka líka þátt í
deginum. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var málið hins vegar svo hug-
leikið að hann leitaði til embættis landlæknis, sem tók vel í að taka við verkefnis-
stjórnun dagsins í samstarfi við embætti forsetans, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands, skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og
greiningu og Samband íslenskra sveitarfélaga.