Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2020, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.03.2020, Blaðsíða 14
14 S K I N FA X I „Ef maður er með góða hugmynd er alltaf spennandi að framkvæma hana. Stundum er verkefnið of stórt og virðist óviðráðanlegt. Þá er nauðsynlegt kunna aðferðir til að einfalda hlutina og halda af stað. Það lærði ég hjá UMFÍ,“ segir Halla Hrund Logadóttir. Halla var í Kvennaskólanum í Reykjavík um síðustu aldamót þegar hún rak augun í auglýsingu frá UMFÍ sem óskaði eftir starfsmanni fyrir leiklistarverkefni. Aðferðin var nokkuð nýstárleg á þessum tíma enda tilraun. Í henni fólst að leita út fyrir raðir UMFÍ að þátttakendum í alls konar verkefni. Halla fór í viðtal hjá Valdimari Gunnarssyni, sem þá var fræðslustjóri UMFÍ en er núna framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnes- þings (UMSK). Ekkert varð úr verkefninu og Halla fékk ekki starfið. En Valdimar hringdi í hana nokkru síðar og bað hana um að halda utan um annað verkefni á vegum UMFÍ. „Valdimar sagðist vera með annað verkefni sem tengdist Vest-Norden Ungdoms Forum, samstarfsvettvangi ungmennafélaga á Íslandi, Fær- eyjum og Grænlandi. Þetta var óvirkt samstarf á þessum tíma sem þurfti að blása lífi í og Valdimar spurði hvort ég vildi ekki leiða vinnuna,“segir Halla en viðurkennir, að hún hafi ekki verið með skýra mynd af því hvað hún væri að fara út í. Hún var tiltölulega nýskriðin yfir tvítugt, og hana langaði að takast á við ný verkefni. Hún ákvað því að taka boðinu. Allt verður betra með samvinnu Halla, Valdimar og athafnamaðurinn Greipur Gíslason, sem um þetta leyti var verkefnastjóri hjá UMFÍ, hófu að þróa hugmyndir. „Við komum okkur fljótlega saman um að þetta yrði leiklistarverk- efni með þátttakendum frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Þetta var mikil reynsla, ekki síst ferðalagið sem fólst í því að þróa hugmyndina og gera hana að veruleika,“ segir Halla og viðurkennir að þarna fyrst hafi hún áttað sig á UMFÍ. „Ég áttaði mig þarna enn betur á mikilvægi samvinnunnar og því sem hún skilar. Maður þarf ekki að vera með meira en hugmynd og vilja til að vinna með öðru fólki til að láta hlutina gerast. Lærdómurinn af verkefninu fólst líka í því að taka þátt, ekki endilega í einhverju sem maður þekkir manna best heldur einhverju nýju sem maður lærir af. Það varð einmitt svolítið ferðalag út fyrir þægindarammann og niður- staðan varð sú að við settum af stað trúðanámskeið fyrir ungt fólk frá þjóðunum þremur, á aldrinum 18–24 ára, á Grænlandi,“ segir Halla enn fremur, sem hafði bæði farið á leiklistarnámskeið og trúðanám- skeið en hvorki á sama námskeiðinu í einu né í öðru landi. Teymið vann hörðum höndum að því að ýta verkefninu úr vör. Kennar- inn, sem varð fyrir valinu, var frá virtasta trúðaskóla Danmerkur. Síðan átti að gera heimildarmynd um námið. Þótt námskeiðið hafi gengið HALLA HRUND LOGADÓTTIR Býr enn að leikgleði trúðanámskeiðsins á Grænlandi Halla Hrund Logadóttir hefur farið vítt og breitt um heiminn og lært og starfað allt frá Afríku til Belgíu og Japan. Hún er í forsvari fyrir stuðningsnet kvenna og kennir við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum en þar stýrir hún fyrsta náms- og rannsóknarvettvangi í skólanum sem tengist breytingum á norðurslóðum. Halla segir trúðanámskeið, sem hún stýrði fyrir UMFÍ, grunninn að mörgu því sem hún gerir nú.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.