Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2020, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.03.2020, Blaðsíða 18
18 S K I N FA X I Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur aukist og er nú ein vinsælasta tómstunda- iðkun barna og ungmenna á Íslandi. Framboð og fjöldi íþróttagreina hefur aukist og því ættu flest börn og ungmenni að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Niðurstöður rannsókna hjá Rannsóknum og greiningu (R&g) sýna að um 90% barna í hverjum árgangi fara í gegnum íþróttastarf hjá íþróttafélagi. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi rokkar! Íþróttastarf ekki það sama og skipulagt íþróttastarf Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi skipulagðs íþróttastarfs og að þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi auki líkur á að einstaklingar þroskist félagslega og sýni jákvæða hegðun. Líklegra er að þessum börnum og ungmennum líði betur andlega sem líkamlega fyrir vikið, þau neyti frekar hollrar fæðu og séu ólíklegri til að neyta áfengis eða annarra vímugjafa. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á það að forvarnagildið er ekki það sama þegar íþróttaiðkun utan íþróttafélaga er skoðuð. Þannig hafa niðurstöður hjá R&g leitt í ljós að þau ungmenni sem iðka íþróttir utan íþróttafélaga eru í meiri hættu á að leiðast út í einhvers konar áhættu- hegðun en þau ungmenni sem stunda skipulagðar íþróttir og þau sem taka ekki þátt í íþróttaiðkun. Fjöldi æfinga, sem stundaðar eru, geta einnig haft áhrif hvað varðar áhættuhegðun ungmenna. Sýnt hefur ver- ið fram á að þau ungmenni sem æfa oftar skipulagðar íþróttir virðast síður fara út af sporinu en þau ungmenni sem æfa sjaldnar skipulagðar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.