Skinfaxi - 01.03.2020, Blaðsíða 34
34 S K I N FA X I
Hvert er markmiðið
með vitundarvakningunni?
„Markmiðið með vitundarvakningunni um net-
einelti er fyrst og fremst að skapa umræðu um
neteinelti, sem er ein af stóru hættunum sem
börn og ungmenni standa frammi fyrir í dag.
Við viljum auka vitund og skilning á því hvað
neteinelti er og hvernig hægt er að reyna að
koma í veg fyrir það eða stöðva það þegar það
er til staðar á meðal barna og ungmenna. Þá
viljum við með vitundarvakningunni vekja
börn og ungmenni, og helst alla aðra líka, til
umhugsunar um hegðun þeirra á netinu, fá
þau til að íhuga hvernig þau haga sér á netinu
og hvort þau þurfi ef til vill að bæta hegðun
sína því að það sem við segjum á netinu getur
haft alvarlegar afleiðingar.“
Finnurðu mikla þörf á þessu?
„Já, ég tel vera mikla þörf á því að opna á og
auka umræðuna um neteinelti. Það er nokkuð
ljóst að internetið og sú tækniþróun sem teng-
ist netinu hefur gjörbreytt samskiptaleiðum
Vitundarvakning um neteinelti
fólks. Þetta hefur orðið til þess að samskipti
hafa í auknum mæli færst yfir á netið og raf-
ræn samskipti eru orðin ein helsta samskipta-
leið ungmenna á okkar tímum. Rannsóknir
hafa sýnt fram á að ungt fólk notar netið í allt
að 40 klukkustundir á viku og að allt að 92%
barna fara á netið á hverjum degi. Vegna þessa
eru þau berskjölduð gagnvart neteinelti og
því er mikilvægt að leita leiða til þess að sporna
gegn því.“
Hvað er það við neteinelti
sem gerir það svona hættulegt?
„Afleiðingar af neteinelti geta verið mjög
alvarlegar, jafnt fyrir þolendur, gerendur og
samfélagið í heild sinni og það er því fyrst og
fremst samfélagslegur lýðheilsuvandi. Það
sem er svo athyglisvert við neteinelti er að það
finnst á meðal allra aldurshópa, kynja og hópa
fólks þótt það beinist oft sérstaklega að jaðar-
settum einstaklingum eða hópum. Hver sem
er getur orðið þolandi neteineltis og hver sem
er getur orðið gerandi neteineltis.
Æ skulýðsvettvangurinn hefur sett af
stað vitundarvakningu um netein-
elti meðal barna og ungmenna.
Átakið er tvíþætt. Í fyrsta lagi birtist ungu fólki
nú auglýsing á samfélagsmiðlum, Google og
Youtube, sem á að vekja þau til umhugsunar
um hegðun þeirra á netinu og minna þau á að
það sem þau segja við og um annað fólk á net-
inu getur haft alvarlegar afleiðingar. Í öðru lagi
felur átakið í sér nýja fræðslu- og forvarnasíðu
um neteinelti. Þar er meðal annars fjallað um
mismunandi birtingarmyndir neteineltis, ein-
kenni og alvarlegar afleiðingar þess, upplýs-
ingar um hvar neteinelti fer helst fram og hvað
sé hægt að gera ef maður er þolandi, gerandi
eða áhorfandi að neteinelti.
Höfundur verkefnisins er Sema Erla Serdar,
framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins.
Við spurðum hana nokkurra spurninga um
vitundarvakninguna um neteineltið.
Það sem gerir neteinelti svo erfitt viðureign-
ar er að það getur farið fram hvar og hvenær
sem er. Af því leiðir að þolendur eru hvergi
óhultir. Þar að auki geta gerendur verið nafn-
lausir sem getur gert þetta sérstaklega erfitt úr-
lausnar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vegna
þessa geta afleiðingarnar af neteinelti verið
alvarlegri en afleiðingar hefðbundins eineltis,
en þess ber að geta að þolendur neteineltis
eru oft einnig þolendur hefðbundins eineltis.“
Hverjar eru afleiðingar
neteineltis?
„Neteinelti er alvarlegur lýðheilsuvandi sem
hefur neikvæðar afleiðingar fyrir alla sem eiga
aðild að því. Neteinelti getur haft líkamlegar
sem og andlegar afleiðingar fyrir þolendur.
Áhrifin eru íþyngjandi og þau eru oft langvar-
andi. Sem dæmi má nefna að þolendur net-
eineltis eiga oft við kvíða, streitu, þunglyndi
og svefnörðugleika að stríða. Þolendur glíma
oft við lágt sjálfsmat, einmanaleika og félags-
lega erfiðleika. Neteinelti getur haft áhrif á
Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins.