Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2020, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.03.2020, Blaðsíða 32
32 S K I N FA X I Árið 1985 gerðu Sameinuðu þjóðirnar 5. desember að alþjóð- legum degi sjálfboðaliða um allan heim. Tilgangurinn með deg- inum er að vekja athygli á framlagi sjálfboðaliða í samfélaginu. Mismunandi er eftir löndum og tíma hvernig sjálfboðin störf eru skil- greind. Sjálfboðavinna felur samt alltaf í sér að einstaklingurinn velur sér starf að sinna og fær ekki greitt fyrir vinnu sína með hefðbundnum hætti – stundum ekki nema með brosi. Allur almenningur nýtur góðs af starfi sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðastörf eru oft unnin af frjálsum félaga- samtökum í kringum ákveðinn málstað. Auðlind íþróttahreyfingarinnar Innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar starfa hundruð sjálf- boðaliða sem leggja á sig ýmiskonar vinnu fyrir félagið sitt. Sem dæmi má nefna setu í stjórn félags og aðstoð við framkvæmd móta, kapp- leikja og/eða annarra viðburða. Ástæður þess að fólk tekur að sér sjálf- boðaliðastörf eru m.a. þær að með þeim hætti getur fólk kynnst öðrum foreldrum, þjálfurum eða stjórnarmönnum og þannig fullnægt félags- legum þörfum sínum ásamt því að hjálpa félaginu sínu til að ná settum markmiðum íþróttarinnar. Jafnframt er það að sinna sjálfboðaliðastarfi tækifæri fyrir fólk til að læra leikreglur, hvernig rekstur félagasamtaka gengur fyrir sig og almenn félagsstörf. Þátttaka og stuðningur foreldra er börnum og ungmennum mikilvægur og eykur líkur á að barnið haldi áfram að stunda íþróttina. Aldrei má missa sjónar á hinu gríðarlega mikilvæga framlagi sjálf- boðaliða. Það er langt í frá sjálfgefið og ber að meta að verðleikum hverju sinni. Sjálfboðaliðar eru auðlind íþrótta- og ungmennafélags- hreyfingarinnar. Án þeirra væri ekkert íþróttastarf á Íslandi. Ómetanlegt fyrir íslenskt samfélag „UMFÍ fagnar degi sjálfboðaliðans og færir öllum sjálfboðaliðum miklar þakkir fyrir óeigingjarnt starf. Sjálfboðaliðar innan aðildarfélaga UMFÍ leggja á sig ómælda vinnu, samfélaginu til góða. Án vinnu sjálf- boðaliða ætti hið góða og viðamikla starf innan UMFÍ sér ekki stað. Störf sjálfboðaliða eru því ekki aðeins ómetanleg fyrir UMFÍ, heldur eru þau ómetanleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir Haukur F. Valtýsson, formaður UMFÍ. Búum svo vel að vera með öfluga sveit sjálfboðaliða „Við Þróttarar búum svo vel að vera með öfluga sveit sjálfboðaliða sem vinna óeigingjarnt starf fyrir félagið sitt. Mjög erfitt er að velja eða gera upp á milli okkar fólks. Sem dæmi um frábæra sjálfboðaliða má nefna Guðmann Rúnar Lúðvíksson og Davíð Harðarson. Guðmann er engum líkur og gengur í öll störf hjá Þrótti. Guðmann er af gamla skólanum og þiggur ekki laun fyrir að þjálfa yngri flokka félags- ins í fótbolta. Það eru ekki margir sem vita að Guðmann er kallaður ljósmyndari félagsins enda alltaf með myndavélina á öllum viðburðum. Davíð hefur komið að fjölmörgum verkefnum sem stuðla að upp- byggingu félagsins. Þó að Davíð eigi sér marga öfluga samstarfsmenn á hann hrósið skilið. Davíð kom að byggingu stúku sem var gjöf til félags- ins frá nokkrum öflugum Þrótturum. Þrátt fyrir að vera ekki í stjórn félagsins hefur Davíð mikinn áhuga á mannvirkjum sem efla félagið iðkendum til heilla. Hann er alltaf klár í öll störf og yfirleitt fyrstur á svæðið,“ segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri UMFÞ. Takk, sjálfboðaliðar! Guðmann Rúnar Lúðvíksson prílar í stiganum með Vigni Már Eiðsson sér til halds og trausts. Davíð Harðarson brosir í mynda- vélina en Kristinn Sveinsson horfir íbygginn fram á við.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.