Skinfaxi - 01.03.2020, Blaðsíða 15
S K I N FA X I 15
vonum framar dagaði myndin uppi og vita fáir, sem rætt hefur verið
við, hvað hafi orðið um upptökurnar. Þær hafa í það minnsta aldrei
litið dagsins ljós.
Finnið ykkar innri trúð
Trúðanámskeiðið á Grænlandi var heldur framandlegt á þessum tíma
enda ekki mikið um ferðir þangað.
„Þetta var mjög spennandi,“ segir Halla og rifjar upp að þarna hafi
hugtakið norðurslóðir ekki verið til eða mikið notað, hvað þá samstarf
þjóða á þessu svæði. Aðeins hafi verið um að ræða samstarf smáþjóða
sem mörgum þótti áhugavert.
Námskeiðið var haldið í þorpinu Qaqortoq í júní 2004. Flogið var
til Grænlands en siglt til bæjarins sem er suðaustanmegin í landinu og
dvalið þar í eina viku.
„Ég man alltaf eftir andartakinu þegar þessi háalvarlegi trúður, kenn-
arinn okkar, lét okkur fá rauðu nefin, benti síðan upp í brekku fyrir ofan
bæinn þar sem við vorum stödd og sagði: „Farið upp á fjallið þarna og
finnið trúðinn í ykkur sjálfum.“ Við vorum öll með flugnanet til að verj-
ast mýi og trúðanef undir því. Síðan gengum við upp á fjallið og fund-
um okkar innri trúð. Algjörlega súrrealistískt. Við hlæjum enn að þessu.“
Hver og einn þátttakandi þurfti að þróa sinn trúð á námskeiðinu og
gefa honum nafn. Halla man enn, þótt nú séu bráðum liðin 20 ár frá
trúðanámskeiðinu, að trúðurinn hennar fékk nafnið Dídí og var rúss-
neskur.
„Námskeiðið gekk alveg ótrúlega vel og við vorum í karakter
alla vikuna, jöggluðum og lærðum alls konar sirkuskúnstir í stífu pró-
grammi frá morgni til kvölds,“ segir Halla.
Þátttakan er lykilatriði
Halla segir starf sitt hjá UMFÍ, tengt skipulagningu trúðanámskeiðsins,
hafa kennt sér margt sem hún nýti sér enn í dag.
„Við þurftum að móta hugmynd frá grunni, vinna að því að fjármagna
hana og framkvæma frá upphafi til enda. Það hafði mjög mótandi áhrif
á mig svona unga. Líka það að fá traust til að leiða hlutina. En það sem
skipti máli var að ég sá að allt var hægt. Valdimar stóð auðvitað þétt
við bakið á okkur, og við lærðum mikið af því hversu lausnamiðaður og
jákvæður hann var. Það var gaman að koma þessu á koppinn!“
Trúður ferðast um heiminn
Eftir að vinnu Höllu á námskeiðinu á Grænlandi lauk tók lífið við. Halla
útskrifaðist úr stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2005, þá 24 ára,
og stofnaði í framhaldi af því menntaverkefni í formi heimasíðu um
alþjóðamál til að efla áhuga almennings á alþjóðamálum.
Halla hafði svo sannarlega nægan áhuga á þeim. Hún fór fljótlega
erlendis og vann í þrjú ár fyrir íslenska utanríkisráðuneytið í Brussel í
Belgíu. Þar nýtti hún áfram lærdóminn af undirbúningi námskeiðsins
fyrir UMFÍ.
„Þarna úti kom upp hugmynd um að vera með markaðsátak tengt
Íslandi. Landið var á þessum tíma ekki eins þekkt sem áfangastaður
ferðamanna og nú er og hingað komu mun færri en síðar átti eftir að
verða. Þá fór ég í það að fjármagna markaðsátakið. Það gerði ég eigin-
lega með sama hætti og trúðanámskeiðið, umsvifin voru bara meiri.
Þegar á allt var litið var þetta eins – bæði verklagið og jákvæði ung-
mennafélagsandinn sem þurfti í ferlinu. Þarna vann ég bæði verkefni
tengd ESB, landkynningum, orkumálum, sjávarfangi, listum, menn-
ingu og mörgu fleiru. Við fluttum út sýningar á vegum Þjóðleikhúss-
ins, Listasafns Íslands, Iceland Airwaves og fleiri aðila, og þetta kynn-
ingarátak stóð yfir í á annað ár. Það var saman að sjá hversu mikil tæki-
færi þetta skapaði fyrir Ísland.“
Eins og þetta hafi verið nóg? Nei, aldeilis ekki. Eftir þrjú ár í Brussel
flutti Halla til Tógó í Vestur-Afríku og fór að vinna með þarlendum
bændum að því að markaðssetja vörur þeirra í samkeppni við innflutt
hrísgrjón. Samhliða því kenndi hún við háskólann í höfuðborginni
Lomé.
Nú hlaupum við hratt yfir sögu. Halla hefur unnið við margt skemmti-
legt síðan á trúðanámskeiðinu, ferðast um heiminn, lært í Bretlandi,
París, Japan og þróunarhagfræði í Bandaríkjunum, eignast börn og
buru og hefur nú síðastliðin fimm ár búið með fjölskyldu sinni í Boston
í Bandaríkjunum. Þar stýrir hún náms- og rannsóknavettvangi um
norðurslóðir við Harvard ásamt því að kenna við skólann.
Halla Hrund og vinkona hennar bregða á leik á trúðanámskeiðinu.