Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 25
S K I N FA X I 25
Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags
íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og UMFÍ. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginleg-
um hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðs-
starfi og leggur áherslu á að skapa heilbrigðar, uppbyggjandi,
vandaðar og öruggar aðstæður í slíku starfi, meðal annars með
fræðslu og forvörnum og hefur, svo að dæmi sé tekið, haldið ráð-
stefnur og námskeið um neteinelti og hatursorðræðu.
Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi
sem forvörn
Sú upplifun að tilheyra hópi er oftar en ekki úrslitaatriði þegar kemur að því hvort ungt fólk tileinki sér
ofbeldisfulla öfgahyggju og gangi til liðs við og taki þátt í starfsemi öfga- og hryðjuverkasamtaka.
Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi veitir ungu fólki tækifæri til þess að mynda og viðhalda jákvæðum
félagslegum tengslum við jafningja sína og tilheyra hópi þar sem þátttakendur geta lært hver af öðrum, stutt
hver annan og jafnvel myndað sambönd byggð á trausti, samvinnu og gagnkvæmri virðingu.
Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi getur því uppfyllt þá þörf sem unga fólkið hefur fyrir að tilheyra hópi
og því ætti í allri forvarnavinnu gegn ofbeldisfullri öfgahyggju ungs fólks að leggja áherslu á þátttöku í tóm-
stundum til að koma í veg fyrir að ungt fólk gangi til liðs við öfgahópa eða hryðjuverkasamtök í þeirri leit.
Takk fyrir stuðninginn