Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.01.2021, Blaðsíða 42
42 S K I N FA X I Íþrótta-, æskulýðs- og tóm- stundastarf barna í leik- og grunnskólum heimilt á ný bæði inni og úti. Slakað á grímu- skyldu yngstu barna og kennara þeirra. Sundlaugar enn lokaðar og íþróttir fullorðinna liggja enn niðri. Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tóm- stundastyrkjum fyrir börn frá tekjulágum heimilum. Engar breytingar gerðar á sam- komutakmörkunum. Íþróttastarf barna enn heimilt úti og inni. Frumvarpi um stuðning við launakostnað íþrótta- félaga útbýtt á Alþingi. Afreksíþróttafólk og iðkendur í efstu deildum sér- sambanda ÍSÍ fá að æfa með og án snertingar. Ungmenni fá enn ekki að æfa. Stjórn Íslenskra getrauna ákveður að úthluta 50,3 milljónum króna til afreks- deilda í knattspyrnu, körfu- knattleik og handknattleik. Að auki er ákveðið að úthluta 10 milljónum til söluhæstu félaganna. Frumvarp til laga um greiðslur til íþróttafélaga vegna launa- kostnaðar og verktakagreiðslna vegna Covid-faraldursins samþykkt á Alþingi. Íþróttaæfingar og annað starf barna og fullorðinna heimilað að nýju með og án snertingar, að upp- fylltum skilyrðum. Leyft að keppa í íþróttum án áhorfenda. Félagsmálaráðuneytið kynnir myndbönd á fjölmörgum tungumálum til þess að vekja athygli á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Stjórnvöld tilkynna að þau ætli að úthluta 50 milljónum króna til sértækra aðgerða til að styðja við starf æskulýðs- félaga sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana. Stjórn HSK greiðir aðildarfélögum sínum og sérráðum ákveðna aukagreiðslu í ljósi góðrar fjárhagsafkomu sambandsins, vegna þeirra aðstæðna sem eru í sam- félaginu vegna Covid-19. Upphæðin nemur 2,2 milljónum króna eða sem nemur öllum hagnaði HSK árið 2020. Vinnumálastofnun opnar fyrir umsóknir vegna endur- greiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum Covid-faraldursins. Stjórn UMFÍ tilkynnir að sá frestur sem sambandsaðilar hafa til þess að nýta og sækja styrki, sem sjóðs- stjórnir fræðslu- og verk- efnasjóðs og umhverfissjóðs hafa úthlutað, verði framlengdur um eitt ár. Alla jafna hafa styrkhafar 12 mánuði til að sækja um styrkina. Áhorfendur eru aftur leyfðir á íþróttaviðburð- um, í fyrsta sinn frá því í október 2020. Frestur til að sækja um sérstakan styrk fyrir börn frá tekjulágum heimilum, sem eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk á skólaárinu 2020–2021, er fram- lengdur til 15. apríl 2021. Stjórnvöld kynna hertar aðgerðir vegna út- breiðslu breska afbrigðis kórónuveir- unnar. Allt íþróttastarf inni og úti fellur niður á landsvísu til 15. apríl 2021. Um er að ræða sömu aðgerðir og tóku gildi 31. október 2020. Stjórnvöld kynna aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum atvinnuleitenda og náms- manna sumarið 2021. Verkefnið er eins og klæðskera- sniðið fyrir starfsemi íþróttafélaga og annarra frjálsra félagasamtaka. Allt íþróttastarf kemst í gang að nýju með ákveðnum takmörkun- um. Fjöldatakmarkanir fara í 10 í 20. Nálægðar- mörk stytt úr 2 metrum í 1 metra í skólum. UMFÍ tilkynnir að Landsmót UMFÍ 50+ fari fram í Borgar- nesi dagana 27.–29. ágúst 2021. Kórónuveirufaraldurinn hefur nú sett mark sitt á allt íþróttastarf í meira en ár. Í fyrrahaust lá allt íþróttastarf meira eða minna niðri. Eftir áramótin fór baráttan gegn Covid-veirunni að léttast. Við höfum birt tímalínur yfir þróun veirunnar frá upphafi síðasta árs í síðustu tölublöðum. Nú höldum við áfram með þróun mála frá í nóvember 2020. 18. nóv 2020 1. des 2020 2. des 2020 10. des 2020 15. des 2020 18. des 2020 13. jan 2021 15. jan 2021 18. jan 2021 29. jan 2021 16. feb 2021 23. feb 2021 1. mars 2021 24. mar 2021 13. apr 2021 15. apr 2021 16. oapr 2021 21. jan 2021 Covid-19 Áhrifin frá seinni hluta árs 2020 til vors

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.