Skinfaxi - 01.03.2022, Qupperneq 8
8 S K I N FA X I
„Við erum rétt byrjuð að kynna samræmdu við-
bragðsáætlunina fyrir forsvarsfólki félaga, á
formannafundi ÍSÍ og víðar. Undirtektirnar hafa
verið mjög góðar, enda er fólk ánægt með að
fá loksins samræmda áætlun í hendur,“ segir
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi í
íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hún fagnaði útgáfu
viðbragðsáætlunarinnar með forsvarsfólki
þeirra félagasamtaka sem að henni standa í
Íþróttamiðstöðinni í byrjun nóvember.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barna-
málaráðherra, var viðstaddur og fékk fyrsta ein-
takið afhent. Hann hélt við tækifærið ávarp þar
Mikil fjölgun mála
Embætti samskiptaráðgjafa í íþrótta- og
æskulýðsstarfi var sett á laggirnar á fyrri
hluta árs 2020 til að taka við tilkynningum
um mögulega óæskilega hegðun í mála-
flokknum. Mál af ýmsum toga koma inn á
borð samskiptaráðgjafa og eru flokkuð
eftir því hvort þau eru eineltismál, líkam-
legt ofbeldi og kynferðisleg áreitni eða
ofbeldi ásamt öðrum álíka málum.
Fyrsta árið bárust embættinu 24 tilkynn-
ingar, þar af sex eineltismál, átta um kyn-
sem hann áréttaði mikilvægi áætlunarinnar og
benti á mikilvægi þess að embætti samskipta-
ráðgjafa hefði verið sett á laggirnar.
„Þegar það fór af stað velti fólk fyrir sér hvaða
áhrif það myndi hafa, hver þau yrðu og hvort
embættið myndi virka. En ég held að óhætt sé
að fullyrða að eftir þennan stutta starfstíma er
þetta ótrúlega vel heppnað. Það er einstakt á
heimsvísu,“ sagði hann og benti á að hann hefði
skömmu áður fundað með ráðherrum íþrótta-
mála hjá Evrópuráðinu. Þar hefði hann sagt frá
starfi samskiptaráðgjafa og það vakið mikla
athygli.
Hvetur fólk til að lesa
viðbragðsáætlunina
Samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf kom
út með formlegum hætti í byrjun nóvember. Samskiptaráðgjafi
hefur kynnt áætlunina fyrir forsvarsfólki ýmissa félagasamtaka.
Viðbragðsáætlunin nær yfir ýmsa þætti í starfi félagasamtaka og
er því upplagt að nota hana í forvarnaskyni.
Gott forvarnartæki
Samræmda viðbragðsáætlunin hvílir á stoðum
nokkurra sambærilegra áætlana. Þessi er hins
vegar stórbætt og hafa einstakir kaflar verið upp-
færðir. Þá hefur verið bætt við kafla um hinsegin-
leikann, fjölmenningu og inngildingu í félags-
starf og andlega líðan, svo fátt eitt sé nefnt.
Sigurbjörg segir upplagt að forsvarsfólk
félagasamtaka kynni viðbragðsáætlunina innan
sinna félaga og leggi áherslu á að fólk lesi hana,
í það minnsta kynni sér hana í þaula, því það
geti komið sér vel í daglegu starfi að vita
hvernig bregðast skuli við smærri sem stærri
uppákomum.
„Það er mjög gott að styðjast við viðbragðs-
áætlunina. Það er hægt að nota hana sem leið-
arvísi þar sem fólk er leitt í gegnum erfið mál
skref fyrir skref. Þarna eru líka leiðbeiningar varð-
andi ýmis mál og hún nýtist einnig sem forvörn.
Forsvarsfólk félaga getur líka notað hana sem
vegvísi til að líta í eigin barm og spegla hvernig
félagið er að standa sig í hinum og þessum mál-
um,“ segir Sigurbjörg, sem hvetur fólk til að
rýna í einstaka kafla til að átta sig á áætluninni.
„Þetta er ekki bara ritið sem fólk grípur í þeg-
ar neyðartilvik koma upp. Ég mæli með því að
valinn einstaklingur eða fleiri lesi það og finni
fleti á því sem nýtast til að bæta daglegt starf
félagsins,“ bætir Sigurbjörg við, en hún mælir
sérstaklega með rafrænni útgáfu viðbragðs-
áætlunarinnar, sem má nálgast á https://
www.samskiptaradgjafi.is/verkfaerakista. Þar
er nefnilega mögulegt að smella á kaflaheiti
í efnisyfirliti og fara notendur þá beint á þann
hluta ritsins sem óskað er eftir. Einnig er hægt
að smella á blaðsíðutal hverrar síðu, sem færir
notendur þá aftur til baka í efnisyfirlit.
„Þetta auðveldar allan lestur, sérstaklega þar
sem samræmda viðbragðsáætlunin er meira
en hundrað síður,“ segir samskiptaráðgjafi.
Margar hendur
komu að gerð samræmdu viðbragðs-
áætlunarinnar. Vinnuhópur vann að gerð
hennar með fulltrúum frá Bandalagi
íslenskra skáta (BÍS), Íþróttabandalagi
Reykjavíkur (ÍBR), Íþrótta- og Ólympíusam-
bandi Íslands (ÍSÍ), Kristilegu félagi ungra
manna og kvenna (KFUM og K), Sam-
skiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs,
Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Ung-
mennafélagi Íslands (UMFÍ) og Æskulýðs-
vettvanginum (ÆV). Ragnheiður Sigurðar-
dóttir var fulltrúi UMFÍ í vinnuhópnum.
ferðislega áreitni eða ofbeldi og önnur mál
af ýmsum toga. Sprenging varð ári síðar, en
samkvæmt ársskýrslu ráðgjafans árið 2021
voru málin 79.
„Við höfum ekki talið þetta út fyrir árið í ár
en málin eru nú þegar orðin fleiri en í fyrra,“
segir Sigurbjörg en tekur fram að einnig
berist samskiptaráðgjafa margar fyrirspurnir,
sem verði ekki allar að málum til vinnslu.
„Við getum í það minnsta búist við að talan
muni hækka á milli ára,“ segir hún.