Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 17
 S K I N FA X I 17 íþróttasal Gerplu. Þetta er alveg stórkostlega flott verkefni verð ég að segja og það er næstum því ókeypis. Það eina sem þarf er að mæta á staðinn og borga mánaðargjald sem er 3.500 krónur. Eins og staðan er í dag er bara boðið upp á Virkni og vellíðan í Kópavogi. En þetta verkefni verður að fara af stað víðar, helst um allt land og í öllum bæjar og sveitarfélögum,“ segir hann, enda afar áhugasamur að tvinna sam- an heilsueflingu og mannauðinn og þekkinguna sem er hjá öllum íþróttafélögum landsins. Fara kokhraustari inn í unglingsárin eftir skólabúðir Eins og lesa má af ofangreindu verða flest þau verkefni sem njóta góðs af hugmyndaauðgi og útsjónarsemi Valdimars rótföst og vinsæl og hafa flest þeirra dafnað og vaxið í marga áratugi. Eitt af þessum verkefnum sem Valdimar kom að í upphafi er ung- menna- og skólabúðir fyrir grunnskólakrakka sem hafa nú verið haldn- ar árlega í mörg ár. Ungmennabúðirnar voru fyrstu árin á Laugum í Sælingsdal en voru fyrir nokkrum árum fluttar á Laugarvatn. Nýverið bættust líka við Skólabúðir á vegum UMFÍ á Reykjum í Hrútafirði. Þá koma saman þúsundir barna úr ýmsum grunnskólum landsins til að kynnast hvert öðru og mynda ný tengsl og nýjan vinskap við krakka úr öðrum skólum, hverfum og landshlutum. Í bæði ungmenna- og skólabúðunum er áhersla lögð á að börnin læri samskipti og virka samveru með jafnöldrum sínum og eru því símar og sjónvörp utan dagskrár. Þau koma einfaldlega ekki með. Í raun mætti líkja skólabúðunum við eins konar manndóms- eða fullorðinsvígslu, því margir foreldrar tala um að krakkar komi aðeins kokhraustari til baka úr skólabúðunum og þá væntanlega betur í stakk búin til að sigla inn í unglingsárin. Útskrifaði orkumálastjóra úr trúðaskóla á Grænlandi Valdimar hefur öðru fremur horft til þess lengi að leita leiða til að styrkja heilsueflingu almennings og búa til vettvang sem hefur það að mark- miði að fólk á öllum aldri hreyfi sig. Til að skapa svona fjölbreytta viðburði þarf góðar hugmyndir og á þeim er sannarlega enginn skortur hjá Valdimari. Slíkri hugsun bjó hann að þegar hann vann hjá Ungmennafélagi Íslands og sem fram- kvæmdastjóri Norrænu æskulýðssamtakanna (NSU) í þrjú ár. „Starf NSU gekk meðal annars út á að efla vestnorrænt samstarf milli Íslands, Grænlands og Færeyja og tengja ungmenni frá þessum svæð- um með fjölbreyttum hætti. Þegar kom að fulltrúum Íslands að skipu- leggja sinn hluta var ákveðið að vera með trúðaskóla á Grænlandi,“ segir Valdimar og brosir við að rifja þetta upp. „Við buðum sex ungmennum frá hverju landi að taka þátt og fengum kennara úr trúðaskóla í Kaupmannahöfn til að taka kennsluna að sér. Þetta heppnaðist alveg ævintýralega vel og hafði frábær áhrif á krakk- ana, sem hafa í sjálfu sér notið góðs af þessari upplifun til frambúðar. Meðal annars urðu til tveir starfandi leikarar og svo var hún Halla Hrund, sem nú er orkumálastjóri, með í þessu námi. Ég held því alltaf fram að trúðaskólinn á Grænlandi hafi hjálpað henni að komast áfram í lífinu og meðal annars gerast kennari við Harvard,“ segir hann og hlær áður en hann heldur áfram: „Grænlendingar áttu að taka að sér að skipuleggja næsta námskeið og voru með góðar hugmyndir en framkvæmdin gekk brösuglega, svo að við tókum við spöðunum fyrir þá og settum upp kvikmynda- gerðarskóla á Ísafirði. Við réðum Hilmar Oddsson leikstjóra og hans hóp til aðstoðar og vorum svo heila viku á Ísafirði þar sem við gerðum bíómynd í fullri lengd. Í myndinni töluðu Íslendingar íslensku, Færey- ingar færeysku og Grænlendingar grænlensku. Ég man reyndar ekkert út á hvað handritið gekk. En þetta var alveg geggjað verkefni og þessi mynd á að vera til einhvers staðar,“ segir hann og ég hugsa að eflaust þætti mörgum gaman að sjá hana enda mikil framúrstefna í gangi. Heilbrigðari almenningur Þegar Valdimar tók til starfa fyrir Ungmennasamband Kjalnesinga árið 2008 fannst honum tilgangur eða hlutverk þess svolítið óljós. Keppnis- mótum hafði fjölgað verulega og öflug félög með sterka burði höfðu tekið við því starfi sem áður var á herðum UMSK. „Í þessu samhengi tókum við þá ákvörðun um að hugsa til heilsuefl- ingar almennings og leita frekar eftir því að skapa alls konar fjölbreytta viðburði sem hafa það eitt að markmiði að fleiri landsmenn, á öllum aldri, taki upp á því að hreyfa sig í samfélagi við annað fólk,“ segir hann. Af nýlegum verkefnum sem Valdimar hefur komið að skortir heldur ekkert á frumlegheit eða uppátækjasemi. Í sumar sem leið stóð hann, ásamt UMSK, að því að halda íþróttaveislu UMFÍ, en í því sambandi var þremur hlaupamótum hleypt af stokkunum. Þau reyndust hvert öðru skemmtilegra. Þarna erum við að tala um hundahlaup UMFÍ og Non-stop dogwear á Seltjarnarnesi, forsetahlaup með Guðna forseta á Bessastöðum og Drulluhlaup Krónunnar í Mosfellsbæ. „Hundahlaupið var smæsti viðburðurinn en samt voru þetta alveg

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.