Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2022, Page 22

Skinfaxi - 01.03.2022, Page 22
22 S K I N FA X I UMSK HSK USVS USÚ UÍA HSÞ UMSE UÍF UMSS USAH USVH HSS HSV HSB HHF UDN HSH UMSB ÍBR ÍBH ÍS ÍRB ÍBV ÍA ÍBA A ð afloknu sambandsþingi UMFÍ sem haldið var á Húsavík 15.–17. október 2021 skipaði stjórn UMFÍ, í samræmi við samþykkt þingsins, sérstakan vinnuhóp um íþróttahéruð og lottóreglur. Var hópnum ætlað að fara með mál í umboði stjórnar og samkvæmt samþykktum lögum UMFÍ. Hópurinn var skipaður þeim Gunnari Þór Gestssyni, formanni, Guð- mundi Sigurbergssyni, Guðmundu Ólafsdóttur, öllum úr stjórn UMFÍ, Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur frá USÚ, Dagný Finnbjörnsdóttur frá HSV, og Frímanni Ara Ferdinandssyni frá ÍBR. Hlutverk hópsins er m.a. að halda áfram vinnu framtíðarnefndar um málefni íþróttahéraða og aðild allra íþróttahéraða að UMFÍ. Nefndinni var ætlað að skipa fulltrúa í nefnd um upplýsingakerfi ÍSÍ og UMFÍ og í vinnuhóp um íþróttahéruð á vegum ÍSÍ. Þá á nefndin að vinna í skil- greiningum á mælikvörðum íþróttastarfs í samvinnu við ÍSÍ. Einnig var nefndinni ætlað að setja á reglulega fundi á milli íþróttahéraða á vett- vangi UMFÍ, ásamt því að taka við tilfallandi verkefnum frá stjórn UMFÍ á starfstíma sínum. Hópnum er ætlað að ljúka störfum á sambands- þingi UMFÍ haustið 2023. Smáir en knáir Á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Höfn í Hornafirði í októ- ber 2022 kynnti hópurinn vinnu sína og varpaði fram ýmsum tillögum. Að mati hópsins er hvert íþróttahérað að vinna eftir sínu höfði og með fleiri og fjölbreyttari hlutverk en fram kemur í íþróttalögum, lög- um UMFÍ og lögum ÍSÍ. Velta starfsmanna og sjálfboðaliða er hröð og samræming og skilgreiningar milli héraða eru ekki til staðar. Íþrótta- héruðin eru annars vegar sterkar einingar og hins vegar veikar eining- ar. Margir meðlimir hópsins upplifa að almenn þekking og viðhorf á Öflug og samræmd íþróttahéruð íþróttahéruðum sé lítil. Margir smáir aðilar séu á meðal þeirra og sums staðar einungis „skúffa“ til útdeilingar fjármuna. Mismunandi áherslur eru innan íþrótta- og ungmennafélagshreyf- ingarinnar eftir því á hvaða stig er litið. Á fyrsta stigi, hjá ÍSÍ og UMFÍ, er ákveðin umgjörð til staðar þar sem eru lög, regluverk, sjóðir og stuðningur. Þar er líka ákveðin sérþekking og sameiginleg þjónusta fyrir hreyfinguna alla. Á öðru stigi eru íþróttahéruðin sjálf, sem eru flest með nærþjónustu í heimahéraði. Þau eru með verkefni og þjónustu fyrir aðildarfélög, hvert á sínu svæði, og má segja að samræming sé við önnur íþrótta- héruð og áhersluverkefni. Á þriðja stiginu eru svo íþrótta- og ungmennafélögin í landinu. Þau eru með skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sem byggir á stuðningi frá íþróttahéraðinu. Vinnuhópurinn hefur fundað nokkrum sinnum og m.a. tekið eina vinnustofu á Laugarvatni. Fullt samkomulag er í hópnum um að leggja til ákveðna vegferð og vinna tillögu á þeim nótum. Hópurinn kynnti m.a. á sambandsþinginu stjórnsýsluskipulagið eins og það er hjá Landssamtökum sveitarfélaga. Þar er stjórnun eftir landshlutum, með mörgum launagreiðendum, mörgum starfsstöðv- um og dreifðri fjármögnun. Hjá sýslumannsembættinu er líka stjórn á landsvísu en einn launa- greiðandi. Þar eru margar starfsstöðvar og miðlæg fjármögnun. Hugsanleg sviðsmynd Hópurinn setti á sambandsþinginu fram hugsanlega sviðsmynd. Hún fól í sér starfsstöðvar um landið sem myndu þjónusta nokkur íþrótta- héruð. Starfsfólk á öllum starfsstöðvum væri með ákveðið samspil og Lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að endurskoða málefni íþróttahéraða með það fyrir augum að styrkja íþróttafélögin og starfið um allt land. Ýmsar sviðsmyndir hafa verið settar fram. En hvernig er hljóðið innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar? Hér rýnum við í málið. Blátt: Sambandsaðilar UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.