Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2022, Page 23

Skinfaxi - 01.03.2022, Page 23
 S K I N FA X I 23 samskipti yrðu milli starfsstöðva. Nefnt var samstarf og samvinna við landshlutaskrifstofur sveitarfélaga. Einnig samstarf um verkefni á lands- vísu, íþróttamál, lýðheilsu og mannvirki. Í sviðsmyndinni er reiknað með að fjármögnun komi frá ríkinu og að starfsemin mæti markmiðum íþróttastefnu ríkisins um að efla íþrótta- héruð. Einnig að fjármagn komi frá Lottói í gegnum ÍSÍ og UMFÍ. Úthlut- un yrði annars vegar til landshlutastarfsstöðva og hins vegar almenn úthlutun. Markmiðið yrði skilvirk og viðbragðsfljót hreyfing. Í því felst m.a. að styrkja stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu, að hreyfingin verði með skýra ábyrgð og hlutverk og að heildarsamtakamáttur verði þvert Lög um íþrótthéruð Í 6. grein íþróttalaga segir m.a. um íþróttahéruð: • Landið skiptist í íþróttahéruð. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands annast skiptingu og breyt- ingu á íþróttahéruðum. Í 4. grein laga UMFÍ segir m.a.: • UMFÍ skiptist í íþróttahéruð. Einnig geta ungmenna- og íþrótta- félög innan íþróttahéraða sem ekki eru aðilar að UMFÍ gerst aðilar. Í lögum ÍSÍ segir m.a.: Hlutverk héraðssambanda/íþróttabandalaga er: a) Að stjórna sameiginlegum íþróttamálum héraðsins og vera þar fulltrúi ÍSÍ, en sérráð, er stofnuð eru, fara með stjórn sérgreina- mála innan héraðsins. b) Að annast samstarf um íþróttamál við sveitar- og bæjarstjórnir og aðra opinbera aðila innan héraðs. c) Að varðveita og skipta milli félaganna því fé, sem til þess hefur verið veitt í því skyni. d) Að aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþrótta- móta í héraði. e) Að hafa frumkvæði um eflingu íþróttastarfs innan héraðs. f) Að staðfesta lög/lagabreytingar aðildarfélaga og halda utan um á ungmennafélagshreyfinguna. Betri nýting verði á mannauði og aðföng- um, aukið og samræmdara samspil á milli eininga í hreyfingunni og öfl- ugur stuðningur og þjónusta við félög og fjölbreyttar þarfir um land allt. Hópurinn lagði áherslu á að skipulag íþróttahéraða væri lykilhluti af svarinu við því hvernig hreyfingin gæti náð markmiðunum um að vera skilvirk, samræmd og viðbragðsfljót hreyfing í takt við kröfur nútímans. Á sambandsráðsfundinum fór hópurinn fram á að fá stuðning og umboð til þess að vinna tillögu varðandi skipulag íþróttahéraða frekar, í samvinnu við hreyfinguna. Þar yrði komið inn á fjármögnun, útfærslu og starfssvæði. Fundurinn samþykkti að veita hópnum umboð til áframhaldandi starfa á þeim nótum. staðfest lög félaga og skila yfirliti til ÍSÍ yfir lög aðildarfélaga í lok hvers árs. g) Að tilkynna ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi um stofnun nýrra félaga og deilda. h) Að fylgjast með því að starfsemi aðildarfélaga fari fram skv. gild- andi lögum þeirra og íþróttahreyfingarinnar í heild. Í því skyni skal héraðssamband/íþróttabandalag hafa fullan aðgang að bókhaldi og fylgiskjölum aðildarfélaga/sérráða sinna og ef ástæða þykir til getur stjórn viðkomandi héraðssambands/íþróttabandalags til- nefnt sérstakan skoðunarmann reikninga fyrir félagið og fyrirskip- að ítarlega rannsókn á fjárreiðum viðkomandi aðildarfélags/sér- ráðs. Aðildarfélag/sérráð getur krafist þess að bókhaldsgögn fari eingöngu um hendur löggilts endurskoðanda. Vanræki aðildarfélag að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal stjórn héraðssambandsins/íþróttabandalagsins, ef þörf krefur, boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans. Ársþingi héraðssambands/ íþróttabandalags er heimilt, hafi íþróttafélag ekki farið að lögum og/ eða fyrirmælum þess, að ákveða að víkja félaginu úr héraðssamband- inu/íþróttabandalaginu. Ákveði ársþing héraðssambands/íþrótta- bandalags að víkja félagi úr því er héraðssambandinu/íþróttabanda- laginu skylt að tilkynna það til ÍSÍ og viðkomandi sérsambands/sér- sambanda.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.