Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2022, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.03.2022, Qupperneq 24
24 S K I N FA X I Vangaveltur úr hreyfinguni Við spurðum forystufólk sambandsaðila þriggja spurninga um íþróttahéruð. Eins og gefur að skilja eru svörin mismunandi. Spurningarnar voru eftirfarandi: 1. Hafið þið myndað ykkur skoðun varðandi hugsanlegar breytingar á skipan íþróttahéraða? 2. Hvaða atriði skipta þar mestu máli? 3. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framtíðarskipan íþróttahéraða? 1. spurning: Okkur finnst skyn- samlegt að teikna upp kosti og galla þess að sameina ákveðin íþróttahéruð. Það er að mörgu að hyggja og engin ástæða til að ana út í sameiningar án augljósra kosta þess. 2. spurning: Að þjónustan við íþróttafélög og iðkendur verði betri, eða í það minnsta síst slak- ari ef farið verður í sameiningar héraða. 3. spurning: Við höfum ekki mótað okkur skoðun en erum til- búin að skoða kosti þess og galla að auka samstarf við nágranna okkar hér á svæðinu. 1. spurning: Við höfum komið fram með tillögur á Íþróttaþingi ÍSÍ um breytingar íþróttahéraða þannig að við erum opin fyrir að skipulagið verði endurskoðað og teljum reyndar fulla þörf á því, enda hefur margt breyst síðan 1944. 2. spurning: Mestu máli skiptir að fjölbreytt framboð á íþrótta- starfi sé eins gott og kostur er á hverju svæði, sérstaklega fyrir börn og unglinga. 3. spurning: Það er mikilvægt að öll íþróttahéruð hafi fjárhags- legan grunn til að vera með a.m.k. einn starfsmann á hæfilega stóru svæði til að sinna því starfi sem þarf að sinna, bæði lögbundnu sem og að aðstoða félögin á Geir K. Aðalsteinsson, formaður ÍBA. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR. svæðinu og vera í samstarfi við ýmsa aðila um íþróttastarfið. Það gengur ekki að treysta bara á sjálfboðaliða í því. 1. spurning: Heilt yfir líst okkur nokkuð vel á þessar breytingar. Fyrst og fremst erum við ánægð með vinnuna sem hefur verið í kringum þetta. Með því að fá allt þetta fólk í samræðurnar þá von- um við að allir hafi fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og að þessar sameiningar séu á for- sendum héraðanna. Við þurfum að eiga samtöl við fleiri aðila til þess að mynda okkur lokaskoð- un á þessu máli. 2. spurning: Að okkar mati skiptir mestu máli að héraðið haldi tengslum við öll félög á sínu svæði. Ef íþróttahéröðin ná yfir of stórt svæði er hætta á að þau missi tengsl við félög sem eru langt frá starfsmönnum og öðrum aðilum sem taka þátt í starfi héraðanna. 3. spurning: Okkar skoðun lit- ast aðallega að því hvernig við Benedikt Jónsson, formaður ÚÍA. sjáum framtíð okkar íþróttahéraðs. Við teljum að svæði UÍA nái yfir ansi stórt landssvæði og því myndu sameiningar fyrir okkar samband vera erfiðar og hamla starfi íþrót- tahéraðsins. En við teljum að það þurfi að halda samtalinu áfram til þess að við náum að mynda okkur skoðun á framtíðarskipan íþróttahéraða. 1. spurning: Við hjá UMSB höf- um ekki mótað okkur heildstæða skoðun í þessum málum en teljum mikilvægt að tekið sé alvarlegt samtal um framtíðarskipulag íþróttamála á Íslandi og gefin sé góður tími í samráð og skipulag. Við teljum að það sé virkileg þörf á því að taka alvarlegt samtal um framtíðarsýn íþróttamála á Íslandi í stóru samhengi. Mikilvægt er að hugsa um hvernig við værum að skipuleggja starfið ef við værum að byrja á byrjunarreit. Staðan í dag er ekki sú sem hægt er að treysta á til framtíðar og þörf er á breytingum en um þær þarf fyrst og fremst að skapast sátt. 2. spurning: Það þarf að passa upp á að allir hafi jafnan aðgang og enginn sé skilin eftir, sérstak- lega þegar litið er til hinna dreifðu byggða. Það sem skiptir öllu í þessu máli er að vandað sé til verka, öllum sé ljóst hvers vegna það sé til hagsbóta fyrir íþrótta- héruð að sameinast. Með stærðar- Sonja Lind Estrajher Eyglóar- dóttir, formaður UMSB. hagkvæmni má ná fram meiri árangri en það má ekki vera á kostnað smærri aðildarfélaga. 3. spurning: Það er ljóst að það er þörf á sameiningu að ein- hverju leiti, en við teljum ekki rétt að svara þessari spurningu fyrr en búið er að taka samtal milli allra aðila. UMSB er tilbúið að til þess að taka þátt í slíkri vinnu.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.