Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2022, Síða 25

Skinfaxi - 01.03.2022, Síða 25
 S K I N FA X I 25 1. spurning: Við höfum ekki tekið umræðuna um breytingu á íþróttahéruðum en á sínum tíma börðumst við fyrir því að hafa tvö íþróttahéruð á Reykjanesinu, ÍRB og ÍS. 2. spurning: Ég held að þetta snúist um fjármagnið og hversu öflugt það gæti orðið ef skaginn yrði eitt íþróttahérað. 3. spurning: Eins og ég segi í svari við fyrstu spurningunni höf- um við ekki tekið umræðuna og ÍRB hefur ekki verið mjög virkt, þar sem það er enginn launaður starfsmaður. En það horfir von- andi til betri vegar. Persónulega sé ég ekki Reykjanesið sem eitt íþróttahérað. Hef spurt sjálfan mig að því hvort við þurfum yfir höfuð að vera með íþróttahéruð en ekki komist að niðurstöðu. Ef breytingar verða gerðar þarf Einar Haraldsson, formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags. það að vera skýrt hvert hlutverk íþróttahéraða er og því þarf þá að fylgja fjármagn ef þetta á að virka. Alvöru skrifstofa með launaða starfsmenn. Hér eru félögin innan ÍBH: • Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) • Knattspyrnufélagið Haukar (Haukar) • Siglingaklúbburinn Þytur • Íþróttafélagið Fjörður • Sundfélag Hafnarfjarðar • Fimleikafélagið Björk • Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar • Kvartmíluklúbburinn • Golfklúbburinn Keilir • Golfklúbburinn Setberg • Hestamannafélagið Sörli • Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar 1. spurning: Fyrst og fremst vilj- um við benda á að erfitt er að mynda sér skoðun á meðan út- færslan er ekki á hreinu. Það skort- ir upplýsingar um hvaða útfærslu er verið að skoða og hvernig stað- an er á umræðum um skiptingu lottósins. Stjórn HSV er sammála um að fækka þurfi samböndum og efla þau. Landfræðilega erum við ekki með tillögu að útfærslu eða hvaða leið sé best. Með sam- einingu sveitarfélaga í Ísafjarðar- bæ sameinuðust fjöldi ungmen- nafélaga og héraðssambanda í HSV, það tókst og ætti að vera hægt að sameina enn frekar. 2. spurning: Þessi ákvörðun á ekki að snúast um pólitík eða pen- inga, mikilvægt er að horft sé til þess að búa til öflug sambönd til að styrkja íþróttahreyfinguna. 3. spurning: Við sjáum fyrir okk- Dagný Finnbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri HSV. (Svörin eru frá stjórn HSV). ur að íþróttafélögin í kringum okk- ur myndu hafa hag að því að vera undir einu héraðssambandi með starfsmann sem sér um t.d. fræðslu- mál, styrkjamál, úthlutanir, sam- skipti við UMFÍ og ÍSÍ o.s.frv. Undir lok nóvember samþykkti stjórn UMFÍ umsókn Íþróttabandalags Hafnarfjarðar að UMFÍ. Þetta er stórt skref í sögu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Sambands- aðilum UMFÍ fjölgaði um einn og er þá allt höfuðborg- arsvæðið innan hreyfingarinnar. „Ég fagna þessu skrefi og trúi því og treysti að samvinna muni aukast innan íþróttahreyfingarinnar,“ segir Hrafn- kell Marinósson, formaður ÍBH, í kjölfar tímamótanna. Undir það tók Elísabet Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBH. Þau leiddu umsóknarferlið saman fyrir hönd íþróttabandalagsins. Yfirleitt eru nýir sambandsaðilar samþykktir á þingum UMFÍ. Á 52. sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var á Húsavík árið 2021, var stjórn veitt heimild til þess að samþykkja aðild íþróttahéraða á milli þinga. ÍBH varð þar með fjórða íþróttabandalagið til að bætast við í UMFÍ. Þrjú bandalög eru þar fyrir; Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), Íþrótta- bandalag Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalag Akraness (ÍA). Öll fengu þau aðild að UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ haustið 2019. Hafnfirðingar bætast við UMFÍ Tímamótaskref í sögu ungmennafélagshreyfingarinnar. Félögin innan ÍBH Innan ÍBH eru skráðar um 15.000 iðkanir (sumir ein- staklingar æfa fleiri en eina grein) hjá 25 aðildarfélög- um í Hafnarfirði undir merkj- um ÍBH. Innan ÍBH eru félög eins og FH, Haukar, Sund- félag Hafnarfjarðar, Kvart- míluklúbburinn, Badminton- félag Hafnarfjarðar, golf- klúbbar, hestamannafélög og mörg fleiri. • Badmintonfélag Hafnarfjarðar • Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar • Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar • Hjólreiðafélagið Bjartur • Íþróttafélag Hafnarfjarðar • Brettafélag Hafnarfjarðar • Bogfimifélagið Hrói Höttur • Bílakúbbur Hafnarfjarðar • Blakfélag Hafnarfjarðar • Tennisfélag Hafnarfjarðar • Siglingafélagið Hafliði • Sambo 80 Hrafnkell Marinósson, formaður ÍBH.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.