Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2022, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.03.2022, Qupperneq 26
26 S K I N FA X I „Þetta er hæsta upphæð sem við höfum greitt út til aðildarfélaga UMFÍ og nýtist til að bæta hreyf- inguna fyrir alla,“ segir Sigurður Óskar Jónsson, formaður Sjóða- og fræðslunefndar, sem jafnframt er stjórn Fræðslu- og verkefna- sjóðs UMFÍ. Sjóðurinn úthlutaði á dögunum 14,2 milljónum króna til 105 verkefna. Þetta er hæsta upphæð sem úthlutað hefur verið úr sjóðnum í einu. Alls bárust sjóðs- stjórn 129 umsóknir að þessu sinni. Sjóðsstjórn úthlutar styrkjum úr Fræðslu- og verkefnasjóði tvisvar á ári og var þetta síðari úthlutun ársins. Fyrri úthlutun ársins var í vor og hljóðaði upp á 10,8 milljónir króna. Sjóðurinn hefur því styrkt verk- efni á vegum félaga innan UMFÍ fyrir um 25 milljónir króna á þessu ári. Markmið Fræðslu- og verkefnasjóðs er að styrkja félags- og íþrótta- starf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi. Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum. Fræðslusjóður var stofnaður árið 1943 til minningar um Aðalstein Sigmundsson, sem var formaður UMFÍ árin 1930 til 1938. Verkefna- sjóðurinn var stofnaður árið 1987. Á 47. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var á Akureyri árið 2011 var samþykkt að sameina sjóðina og ber hann heiti þeirra beggja. Tekjustofn sjóðsins er 7% af lottótekjum UMFÍ. Gera gott starf enn betra Sigurður Óskar Jónsson, formað- ur Sjóða- og fræðslunefndar. Tvisvar á ári veitir UMFÍ fjölmörgum aðildarfélögum styrki til ýmissa góðra verkefna. Þar á meðal er varðveisla gamalla muna, námskeið fyrir hina og þessa og kynning á nýjum íþróttagreinum. Áherslur í úthlutunum Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til verkefna sem: • eru til þess fallin að auka þekkingu og fagmennsku innan félags með fræðslu, fyrirlestrum og/eða námskeiðum • stuðla að aukinni útbreiðslu og/eða stofnun félags eða deilda • stuðla að aukinni þekkingu og varðveislu á menningu og sögu félags • eru til þess fallin að auka menntun þjálfara og dómara • eru í samræmi við auglýst áhersluatriði sjóðsins hverju sinni - Fyrir úthlutanir 2022 var lögð áhersla á átaksverkefni til þess að snúa við brottfalli barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19. - Átaksverkefni til aukinnar þátttöku á Unglingalandsmóti 2022. Í 6. grein reglugerðar sjóðsins segir: Sjóðurinn styrkir ekki tækja-, áhalda- ogbúnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almenn- an rekstur félaga. Á árinu gaf sjóðsstjórn út nýjar vinnureglur og matskvarða sjóðsins. Umsókn þarf að hljóta að lágmarki 50 stig til þess að vera metin styrk- hæf. Upplýsingar um nýju reglurnar má finna á heimasíðu UMFÍ. Úthlutanir úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ár Verkefni Upphæð 2022 163 25.009.210 2021 217 19.590.825 2020 272 20.238.788 2019 206 16.832.000 2018 199 16.214.250 2017 152 14.699.500 2016 134 14.149.000 Takk fyrir stuðninginn P 187 C15 M100 Y100 K4 R172 G37 B43 Hlíðasmári 6 Kópavogi 510 7900 FJARÐABYGGÐ

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.