Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2022, Page 37

Skinfaxi - 01.03.2022, Page 37
 S K I N FA X I 37 Um 170 manns æfa íshokkí og um 300 listskauta hjá Skautafélagi Reykjavíkur. „Við höfum verið í uppbyggingarfasa og síð- ustu fimm ár hefur fjölgað stöðugt hjá okkur,“ segir Bjarni Helgason, formaður barna- og unglingaráðs Skautafélags Reykjavíkur. Fyrir um fimm árum var aðsóknin í lágmarki hjá félaginu. Ný stjórn sem tók þá við með Bjarna í forsvari setti sér það markmið að fjölga iðk- endum og hefur henni tekist ætlunarverk sitt. „Við notum samfélagsmiðla, Facebook, Instagram og YouTube, til að auglýsa starf- Opnir tímar trekkja fólk að Stjórn Skautafélags Reykjavíkur sneri blaðinu við eftir slaka aðsókn. Tvöfölduðu iðkendafjöldann á fimm árum. semina og á síðustu fimm árum höfum við tvö- faldað iðkendafjölda skautafélagsins. Núna eru um 160–170 manns sem æfa íshokkí og um 300 sem æfa listskauta. Ég held að það sé um helmingur af öllum skautaiðkendum á Íslandi um þessar mundir. Listskautadeildin okkar er held ég um tvöfalt stærri en hinar tvær á landinu,“ segir Bjarni. Skautafélagið er með aðstöðu í Skautahöll- inni í Laugardal. En eins og á fleiri stöðum er ístími af skorum skammti. „Ístímarnir eru ekki nógu margir, það er í raun mjög takmarkaður tími í boði. Báðar deildirnar okkar eru í vand- ræðum að fá ístíma. Það er komið á dagskrá að fá annað svell og búið að teikna upp svell á grasflötinni á milli Grasagarðsins og Skauta- hallarinnar. Við vonum innilega að það verði að veruleika, því það er farið að hamla okkur að hafa ekki fleiri ístíma,“ segir Bjarni. Opnir prufutímar gefast vel Skautafélagið býður stundum upp á sérstaka opna tíma þar sem fólki er boðið að koma og prófa íþróttina. Það hefur gefist vel. „Eftir að við byrjuðum í þessu uppvinnslu- ferli var eitt af aðalatriðunum að fjölga iðkend- um. Þegar við erum með opna prufutíma koma alltaf einhverjir nýir. Við vorum með opinn tíma í stelpnahokkíi fyrir stuttu og það heppn- aðist mjög vel. Þegar ég byrjaði voru held ég um þrjár stelpur að æfa íshokkí. Núna eru þær um 30–40. Lykilatriðið er að láta stúlkur sjá um æfingarnar einu sinni í viku. Þessir tímar virka líka vel til að halda betur utan um hópinn. En svo verða líka til vinkvennahópar og það er mikilvægt. Þetta hefur því reynst mjög vel,“ segir Bjarni og bætir við að öllum börnum og ungmennum sé í raun velkomið að koma og prófa skautaíþróttina áður en þau skuldbindi sig til æfinga hjá félaginu. „Við lánum allan búnað, svo að það er ekkert mál að prófa og sjá hvort þú fílar þetta eða ekki,“ segir hann.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.