Skinfaxi - 01.03.2022, Page 39
S K I N FA X I 39
Takk fyrir stuðninginn
67 ára aldrinum mæta á æfingar í íþróttahúsunum þremur í Kópavogi
en um 60 einstaklingar, sem eru í eldri hópunum, mæta á æfingar í
félagsmiðstöðvum Kópavogs í Gullsmára, Gjábakka og Boðaþingi. Á
öllum æfingum er lögð áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægisæfing-
ar. Þetta er annað skiptið sem þátttakendur eru mældir. Fyrsta skiptið
var í upphafi misseris í september. Stefnt er á þriðju mælinguna í
upphafi nýs árs.
Eva Katrín segir markmið Virkni og vellíðanar ekki aðeins að styrkja
líkamlega og andlega heilsu eldra fólks í Kópavogi heldur einnig að
nýta íþróttamannvirkin betur og bjóða fjölbreyttari hópi aðgengi að
þeim. Það gefi bæjarbúum tækifæri til að stunda heilsueflingu í nær-
umhverfi sínu. Önnur bæjarfélög hafa jafnframt opnað íþróttahús sín
hópum eldri borgara og annarra hópa utan annasamasta tíma þeirra.
„Við viljum líka stuðla að heilsulæsi og farsælli öldrun og mælingarn-
ar sýna að það er að takast,“ segir Eva Katrín.