Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.03.2022, Blaðsíða 39
 S K I N FA X I 39 Takk fyrir stuðninginn 67 ára aldrinum mæta á æfingar í íþróttahúsunum þremur í Kópavogi en um 60 einstaklingar, sem eru í eldri hópunum, mæta á æfingar í félagsmiðstöðvum Kópavogs í Gullsmára, Gjábakka og Boðaþingi. Á öllum æfingum er lögð áhersla á styrk, þol, liðleika og jafnvægisæfing- ar. Þetta er annað skiptið sem þátttakendur eru mældir. Fyrsta skiptið var í upphafi misseris í september. Stefnt er á þriðju mælinguna í upphafi nýs árs. Eva Katrín segir markmið Virkni og vellíðanar ekki aðeins að styrkja líkamlega og andlega heilsu eldra fólks í Kópavogi heldur einnig að nýta íþróttamannvirkin betur og bjóða fjölbreyttari hópi aðgengi að þeim. Það gefi bæjarbúum tækifæri til að stunda heilsueflingu í nær- umhverfi sínu. Önnur bæjarfélög hafa jafnframt opnað íþróttahús sín hópum eldri borgara og annarra hópa utan annasamasta tíma þeirra. „Við viljum líka stuðla að heilsulæsi og farsælli öldrun og mælingarn- ar sýna að það er að takast,“ segir Eva Katrín.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.