Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2022, Side 42

Skinfaxi - 01.03.2022, Side 42
42 S K I N FA X I Sterkari eftir sameiningu Hestamannafélagið Jökull varð til í júlí árið 2021 með sameiningu félaganna Loga í Biskupstungum, Smára í Hreppum og Trausta í Laugardal og telur í dag um 660 félagsmenn. Mikill kraftur var settur í undirbúning sameiningar þar sem tveir úr hverju félagi skoðuðu kosti sameiningar árið áður. Nefndin leitaði fyrir- mynda víða. Undir lok árs 2020 lagði hún gögnin fyrir forsvarsfólk félaganna. Nýtt félag var svo stofnað á Geysi í Haukadal 1. júlí 2021. Nýtt félag fékk vinnuheitið Hestamannafélag uppsveitanna. Farið var í að semja lög og sækja um inngöngu í íþróttasambönd. Þá var efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á sameinað félag og var valið úr sjö nöfnum. Oddrún segir mikinn kraft hafa leyst úr læðingi við sameiningu félaganna. „Það hefur verið mikið í gangi hjá okkur Jökulsfólki í haust. Ýmis nám- skeið, sýnikennsla og fyrirlestur. Einnig er hestamannafélagið í sam- starfi við grunnskólana í uppsveitum og býður upp á val í hesta- mennsku í fyrir krakka á unglingastigi í knapamerkjunum, sem eru stigaskipt nám í reiðmennsku. Samheldnin er mikil og allir tilbúnir að vinna að góðu starfi fyrir félagið okkar. Sveitarfélögin hér í uppsveit- um standa líka þétt við bakið á okkur og það er ómetanlegt,“ segir hún að lokum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? „Hestur er hópdýr sem er alltaf að leita að leiðtoga í sínu stóði. Á námskeiðinu er markmiðið að knapinn og hesturinn nái að vinna saman og að maðurinn verði leið- togi sem hesturinn lítur upp til og þá nást betri tengsl,“ segir Oddrún Ýr Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hestamanna- félagins Jökuls. Hugmyndin að námskeiðinu kom frá félagsmanni Jökuls um að félagið héldi sirkusnámskeið á Flúðum eina helgi í nóvember. Reiðkennarinn Ragnheiður Þor- valdsdóttir kenndi á námskeiðinu. Hún hefur haldið álíka námskeið í Mosfellsbæ á vegum Hestamannafélagsins Harðar í áraraðir og á fleiri stöðum. Námskeið Ragnheiðar hafa vakið mikla eftirtekt. Þær Oddrún og Ragnheiður hafa þekkst um árabil. Það var því lítið mál að hafa samband við Ragnheiði og fá hana til að kíkja í sveitina og kenna knöpum og hestum kúnstir. Tíu félagsmenn í Jökli sóttu námskeiðið, fólk á öllum aldri allt frá 12–13 ára og upp að sextugu. Þátttakendur voru ánægðir. „Ég er sjálf reiðkennari og hef farið á þetta námskeið hjá Ragnheiði. Þetta er einstakt og mjög skemmtilegt námskeið, ég veit ekki til að annar kennari sé með sams konar námskeið og hún. Á námskeiðinu fór enginn á bak á hestunum heldur var unnið með hestinn í hendi allan tímann og inni í reiðhöll. Ekki var nauðsynlegt að hafa hestana járnaða, þannig að fólk gat þess vegna sótt hesta sína út í stóð og komið á námskeiðið. Eini búnaðurinn sem þurfti var snúrumúll, langur mjúkur kaðaltaumur og smella sem er oft notuð sem umbun í stað nammis,“ segir Oddrún og bætir við að námskeiðið hafi verið mjög skemmtilegt því þarna nálgist þátttakendur hestamennskuna á annan hátt. Farið var meðal annars yfir leikina sjö eftir Pat Parelli, sem eru undirstaða góðra samskipta við hestinn, smelluþjálfun, brelluþjálfun og umhverfisþjálfun. Eftir námskeiðið ræddi Oddrún við flesta sem sóttu námskeiðið til að kanna hug þeirra. „Allir voru ánægðir. En auðvitað var farið frekar hratt yfir allt saman. Einn þátttakandi sagði að hana langaði til að fara aftur á námskeiðið til að læra meira,“ segir Oddrún. Leiðtoganámskeið í reiðhöllinni Mikil kraftur er í Hestamannafélaginu Jökli eftir sameiningu þriggja félaga. Félagið stóð fyrir forvitnilegu námskeiði á dögunum. Oddrún Ýr Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Hestamannafélag ins Jökuls. Takk fyrir stuðninginn Frá námskeiðinu sem haldið var í reiðhöllinni.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.